Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson í leik með Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endi gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48
Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17