Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 08:42 Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær. Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt. Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt.
Mest lesið Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Töluvert af laxi neðst í Leirvogsá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði Nú er tími hnýtinga Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði