Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2019 08:42 Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær. Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Maðkveiði hófst í Ytri Rangá í gær en áinn hefur frá opnun í sumar eingöngu verið veidd á flugu. Fyrstu fréttir af fyrstu vakt í þessu holli eru ágætar en ekki við öðru að búast en að veiðin taki kipp eins og venjulega í Ytri Rangá þegar maðkveiði byrjar. Hollið var komið með 44 laxa á fyrstu vakt á 18 stangir sem er ágæt veiði en ekki í samanburði við maðkopnanir undanfarin ár. Þetta sýnir eins og heildarveiðitölur að það er bara mun minna af laxi í ánni en síðustu ár. Mesta veiðin var á svæði þrjú enda hefur verið mikið af laxi þar í sumar en mun minna hefur verið að veiðast á þekktum stöðum eins og Djúpós og Stallmýrarfljóti svo dæmi séu tekin. Veiðin tekur alltaf þennan kipp þegar maðkurinn fer niður en það hægist síðan á henni aftur og hún heldur síðan yfirleitt nokkuð jafnri veiði út september en október getur oft verið nokkuð erfiður sérstaklega ef það er kalt.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði