Mercedes-Benz GLE fær AMG 53 kraftaútgáfu 5. september 2019 07:45 Mercedes-Benz AMG GLE 53. Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent