Volkswagen Group mokselur í Kína 5. september 2019 08:15 Á meðan sala bíla í Kína minnkaði um 13% jók Volkswagen söluna um 1,3%. Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent
Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent