Persónulegra að frumsýna heima Björk Eiðsdóttir skrifar 5. september 2019 07:15 Hlynur ásamt Ingvari E. Sigurðssyni og dóttur sinni Ídu Mekkin Hlynsdóttur sem fara með hlutverk í myndinni. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur var frumsýnd á þriðjudagskvöldið fyrir fullu húsi í Háskólabíói en hún er frumraun Hlyns Pálmasonar á móðurmálinu. Hlynur Pálmason, sem er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, vakti mikla athygli í Danmörku fyrir mynd sína Vetrarbræður á síðasta ári. Sú frumraun Hlyns vann til níu verðlauna á dönsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni en þrátt fyrir þessi frábæru viðbrögð ytra ákvað Hlynur að koma heim eftir 12 ára dvöl í Danmörku. Hlynur flutti ásamt fjölskyldu sinni á æskustöðvarnar á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir í gamalli spennistöð, Stekkakletti. Í kvikmyndinni er það einmitt húsið sem aðalsögupersónan er að gera upp.Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, ásamt unnustu sinni, Snæfríði Ingvarsdóttur leikkonu, sem jafnframt er dóttir leikarans Ingvars E. Sigurðssonar.Sorg og þráhyggja Kvikmyndin fjallar um Ingimund lögreglustjóra sem Ingvar E. Sigurðsson túlkar af sinni alkunnu snilld. Stjórinn hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Ingimundur einbeitir sér í sorginni að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu hans. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í Háskólabíó með ömmu og afa Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Jafnframt hefur hún verið valin sem framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða í október. Hlynur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sýna myndina loks á Íslandi eftir að hafa fylgt henni fyrst erlendis.Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, hér ásamt Birni Thors.„Þetta var æðislegt kvöld í alla staði og tilfinningin vissulega sérstök og allt önnur en að sýna myndina erlendis, svo mikið persónulegri. Ég fór oft í Háskólabíó sem krakki því amma og afi bjuggu í Vesturbænum og fóru með mig í sund í Vesturbæjarlauginni og bíó í Háskólabíói. Hópurinn sem vann að myndinni er þéttur og það má eiginlega segja að hver frumsýning sé eins konar „reunion“. Til að mynda þegar við frumsýndum í Cannes vorum við um 30 manns, leikmynd, hljóð, kokkurinn og fleiri,“ útskýrir Hlynur.Dóttirin í veigamiklu hlutverki Ellefu ára gömul dóttir Hlyns, Ída Mekkín, fer með veigamikið hlutverk í myndinni. „Hún leikur Sölku, barnabarn Ingimundar og demantinn í augum hans. Þeirra samband er eitt það mikilvægasta í myndinni. Á milli þeirra eru góðu stundirnar.“ Hlynur segir það hafa legið beinast við að fá dótturina til að túlka Sölku enda séu skilin á milli vinnu og fjölskyldu ekki mjög afgerandi í hans tilfelli. „Ég hef alltaf unnið mjög náið með fjölskyldu og vinum og dóttir mín hefur bardúsað heilmikið með mér; setið fyrir á myndum og leikið svo þetta var mjög náttúrulegt fyrir hana. Henni finnst þetta gaman og hún nýtur sín í kreatívu samstarfi hópa.“Emilíana Torrini, Andri Snær Magnason, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Margrét Sjöfn Torp.Fréttablaðið/ErnirAðspurður hvernig henni hafi svo fundist að sjá sig á hvíta tjaldinu svarar Hlynur hreinskilinn: „Ég held henni finnist orðið hundleiðinlegt að sjá sig, sagðist einmitt vera komin með nóg af því fyrir sýninguna á þriðjudaginn.“Fleiri klukkustundir í sólarhringnum í Hornafirði Fram undan eru svo fleiri sýningar og vinnuferðir til útlanda en hugur Hlyns stefnir augljóslega heim á Hornafjörð þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir en bæði Hlynur og Hildur eiginkona hans ólust þar upp. „Við búum aðeins fyrir utan Höfn þar sem við erum með hænur og dóttir okkar er virk í hestamennskunni. Þar verður mér mikið úr verki enda virðast fleiri klukkustundir í sólarhringnum þar. Nú þegar við erum komin með þrjú börn finnum við fyrir því hversu mikið frelsið er og tempóið allt annað.“ Næstu verkefni Hlyns eru jafnframt tengd Austfjörðum, bæði hefur hann gert samning við sveitarfélagið um að gera bústað fyrir lista- og kvikmyndagerðarfólk í gömlu spennistöðinni og hefjast handa við næstu kvikmynd en innblásturinn að henni fékk hann úr ljóði Matthíasar Jochumssonar; Volaða land.Leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson skemmtu sér vel á hátíðarfrumsýningunni.Fréttablaðið/Ernir Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur var frumsýnd á þriðjudagskvöldið fyrir fullu húsi í Háskólabíói en hún er frumraun Hlyns Pálmasonar á móðurmálinu. Hlynur Pálmason, sem er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, vakti mikla athygli í Danmörku fyrir mynd sína Vetrarbræður á síðasta ári. Sú frumraun Hlyns vann til níu verðlauna á dönsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni en þrátt fyrir þessi frábæru viðbrögð ytra ákvað Hlynur að koma heim eftir 12 ára dvöl í Danmörku. Hlynur flutti ásamt fjölskyldu sinni á æskustöðvarnar á Höfn í Hornafirði þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir í gamalli spennistöð, Stekkakletti. Í kvikmyndinni er það einmitt húsið sem aðalsögupersónan er að gera upp.Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, ásamt unnustu sinni, Snæfríði Ingvarsdóttur leikkonu, sem jafnframt er dóttir leikarans Ingvars E. Sigurðssonar.Sorg og þráhyggja Kvikmyndin fjallar um Ingimund lögreglustjóra sem Ingvar E. Sigurðsson túlkar af sinni alkunnu snilld. Stjórinn hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Ingimundur einbeitir sér í sorginni að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu allt þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu hans. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitna einnig á þeim sem standa honum næst.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Í Háskólabíó með ömmu og afa Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Jafnframt hefur hún verið valin sem framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem afhent verða í október. Hlynur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að sýna myndina loks á Íslandi eftir að hafa fylgt henni fyrst erlendis.Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, hér ásamt Birni Thors.„Þetta var æðislegt kvöld í alla staði og tilfinningin vissulega sérstök og allt önnur en að sýna myndina erlendis, svo mikið persónulegri. Ég fór oft í Háskólabíó sem krakki því amma og afi bjuggu í Vesturbænum og fóru með mig í sund í Vesturbæjarlauginni og bíó í Háskólabíói. Hópurinn sem vann að myndinni er þéttur og það má eiginlega segja að hver frumsýning sé eins konar „reunion“. Til að mynda þegar við frumsýndum í Cannes vorum við um 30 manns, leikmynd, hljóð, kokkurinn og fleiri,“ útskýrir Hlynur.Dóttirin í veigamiklu hlutverki Ellefu ára gömul dóttir Hlyns, Ída Mekkín, fer með veigamikið hlutverk í myndinni. „Hún leikur Sölku, barnabarn Ingimundar og demantinn í augum hans. Þeirra samband er eitt það mikilvægasta í myndinni. Á milli þeirra eru góðu stundirnar.“ Hlynur segir það hafa legið beinast við að fá dótturina til að túlka Sölku enda séu skilin á milli vinnu og fjölskyldu ekki mjög afgerandi í hans tilfelli. „Ég hef alltaf unnið mjög náið með fjölskyldu og vinum og dóttir mín hefur bardúsað heilmikið með mér; setið fyrir á myndum og leikið svo þetta var mjög náttúrulegt fyrir hana. Henni finnst þetta gaman og hún nýtur sín í kreatívu samstarfi hópa.“Emilíana Torrini, Andri Snær Magnason, Frú Vigdís Finnbogadóttir og Margrét Sjöfn Torp.Fréttablaðið/ErnirAðspurður hvernig henni hafi svo fundist að sjá sig á hvíta tjaldinu svarar Hlynur hreinskilinn: „Ég held henni finnist orðið hundleiðinlegt að sjá sig, sagðist einmitt vera komin með nóg af því fyrir sýninguna á þriðjudaginn.“Fleiri klukkustundir í sólarhringnum í Hornafirði Fram undan eru svo fleiri sýningar og vinnuferðir til útlanda en hugur Hlyns stefnir augljóslega heim á Hornafjörð þar sem fjölskyldan hefur komið sér fyrir en bæði Hlynur og Hildur eiginkona hans ólust þar upp. „Við búum aðeins fyrir utan Höfn þar sem við erum með hænur og dóttir okkar er virk í hestamennskunni. Þar verður mér mikið úr verki enda virðast fleiri klukkustundir í sólarhringnum þar. Nú þegar við erum komin með þrjú börn finnum við fyrir því hversu mikið frelsið er og tempóið allt annað.“ Næstu verkefni Hlyns eru jafnframt tengd Austfjörðum, bæði hefur hann gert samning við sveitarfélagið um að gera bústað fyrir lista- og kvikmyndagerðarfólk í gömlu spennistöðinni og hefjast handa við næstu kvikmynd en innblásturinn að henni fékk hann úr ljóði Matthíasar Jochumssonar; Volaða land.Leikararnir Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson skemmtu sér vel á hátíðarfrumsýningunni.Fréttablaðið/Ernir
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira