Fríir söfnunartónleikar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2019 06:45 Guðný og Gunnar Kvaran ætla að hefja leikinn á laugardaginn. Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Guðný Einarsdóttir er organisti Háteigskirkju. Hún er að skipuleggja tónleika þar fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur klukkan 17. Þeir fyrstu eru nú á laugardaginn, þá spilar Gunnar Kvaran sellóleikari með henni. Ekkert kostar inn en baukur hafður opinn fyrir orgelsjóð. „Ég er búin að vera eitt ár hér í Háteigskirkju og mér fannst strax áhugavert og mikilvægt að endurlífga orgelsjóð sem búinn er að vera til í mörg, mörg ár. Það hefur alltaf staðið til að fá vandað orgel á svalirnar, eins og gert var ráð fyrir við hönnun kirkjunnar.“ Hljóðfærið sem nú er notað keypti Marteinn Hunger til bráðabirgða þegar hann var organisti kirkjunnar á sínum tíma. Það er lítið sjö radda orgel sem hefur ágætan hljóm en ekki mikla breidd, að sögn Guðnýjar. „Þessi kirkja ber alveg stærra hljóðfæri og meiri fjölbreytileika. En það er ekki búið að ákveða hvernig orgel verður keypt og ég vil byrja söfnunina með frjálsum framlögum tónleikagesta og sjá hvernig það gengur. Býst ekki við að ég safni fyrir öllu hljóðfærinu með þessari tónleikaröð, því sjóðurinn er ekki stór fyrir. Þetta verður brekka en skemmtileg brekka því það skapaðist strax góð stemning fyrir málefninu og margir velunnarar og listamenn vilja leggja sitt af mörkum.“ Kór kirkjunnar stendur þétt við bakið á Guðnýju. „Þetta er bara dásamlegur kór, þegar ég bar hugmyndina varfærnislega undir hann, hvort við gætum hugsanlega, mögulega, haft tvenna eða þrenna tónleika fyrir jól þá voru allir til í það. Þarna er hæfileikafólk sem er tilbúið að spila á hljóðfæri og syngja einsöng,“ lýsir hún. „Ég lagði líka upp með að stemningin á tónleikunum þyrfti ekki að vera alltof hátíðleg, heldur mætti vera heimilisleg, það féll í góðan jarðveg. Við erum að gera þetta fyrir málefnið og því skapast sérstakt andrúmsloft.“ Guðný segir þau Gunnar Kvaran verða á klassískum nótum á laugardaginn, með Bach og fegurð. „Það hefur staðið til að við héldum tónleika saman og ég stakk upp á að hann opnaði með mér þessa tónleikaröð, honum leist vel á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira