Enski boltinn

Fékk hringingu eftir leikinn gegn Tottenham og var sagt að drífa sig upp í flugvél

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mkhitaryan í leiknum gegn Tottenham sem reyndist hann síðasti leikur.
Mkhitaryan í leiknum gegn Tottenham sem reyndist hann síðasti leikur. vísir/getty
Henrikh Mkhitaryan, sem gekk í raðir Roma frá Arsenal á dögunum, segir að hann hafi ákveðið að færa sig um set því hann hafi ekki séð fram á jafn mikinn spil tíma hjá Arenal.

Armeninn gekk í raðir Roma á lánssamningi á síðasta degi gluggans en það gerðist einungis innan við sólarhring eftir að hann tók þátt í grannaslagnum í Norður-Lundúnum er Arsenal og Tottenham mættust.

„Þetta gerðist allt eftir leikinn gegn Tottenham þegar ég fékk símhringingu frá umboðsmanninum mínum,“ sagði Armeníumaðurinn við fjölmiðla.





„Hann sagði mér að ég þyrfti að fljúga til Rómar daginn eftir í læknisskoðun með öðru liði og skrifa undir samning. Þetta var frábært tækifæri fyrir mig því ég var ekki að fá mikinn spiltíma.“

Mkhitaryan gekk í raðir Arsenal frá Manchester United í janúar 2018 en Alexis Sanchez fór í hina áttina.

Hann tók einungis þátt í 29 úrvalsdeildarleikjunum á mánuðunum átján og skoraði hann níu mörk í öllum keppnum.

Hann á enn tvö ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×