Huggulegt matarboð þórlindur kjartansson skrifar 6. september 2019 07:00 Fátt er indælla en að fá góða vini í heimsókn og eiga saman gleðiríkar eða bljúgar stundir. En í amstri dagsins hefur fólk tilhneigingu til þess að mikla fyrir sér umstangið sem slíku fylgir. Loksins þegar fólk lætur verða af því að hittast þá liggur að baki sannkölluð skipulagsmartröð og jafnvel togstreita. Þannig tekst fólki stundum að gera jafnvel einföldustu hluti, eins og að brjóta brauð með vinum sínum, að einhvers konar verkfræðiæfingu sem útheimtir Excel-forritun og kvíðastillandi lyf. Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti: „Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“ Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“ En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“ Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.Engin fyrirhöfn Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“ Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“ Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“ Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“ En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“Tens og lítið glens Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fátt er indælla en að fá góða vini í heimsókn og eiga saman gleðiríkar eða bljúgar stundir. En í amstri dagsins hefur fólk tilhneigingu til þess að mikla fyrir sér umstangið sem slíku fylgir. Loksins þegar fólk lætur verða af því að hittast þá liggur að baki sannkölluð skipulagsmartröð og jafnvel togstreita. Þannig tekst fólki stundum að gera jafnvel einföldustu hluti, eins og að brjóta brauð með vinum sínum, að einhvers konar verkfræðiæfingu sem útheimtir Excel-forritun og kvíðastillandi lyf. Oftast er það þó þannig að eftir matarboðin eru allir sáttir og sælir. Skilaboðin fljúga á milli um hvað það hafi verið gaman að hittast og að þetta hafi ekki verið neitt mál og „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En auðvitað eru til undantekningar. Um daginn heyrði ég af fólki sem ætlaði að bjóða vinum sínum í mat og gerðu brúðkaupsafmæli sitt að tilefni. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað í skilaboðaforriti: „Hæhæ. Til hamingju með brúðkaupsafmælið og takk kærlega fyrir að bjóða okkur í mat á föstudaginn eftir 3 vikur. Við þiggjum það að sjálfsögðu. Reyndar komumst við ekki þann dag en eigum auðveldara með að koma á sunnudaginn eftir 2 vikur. Þannig að við komum bara þá. Já, og við reyndar höfum ekki tíma til þess að borða kvöldmat þannig að við mætum bara í hádeginu.“ Gestgjafarnir urðu ögn hvumsa en féllust á tillöguna og svöruðu: „Ekkert mál. Sjáumst í brunch á sunnudaginn eftir tvær vikur.“ En skilaboðin urðu aðeins fleiri frá gestunum. „Æði. Við erum á ketó og mætum með okkar eigin mat. Vonum að það sé í lagi. Annað; við erum ljósfælin og það væri því gott að fá staðfestingu á því að það verði dregið fyrir alla glugga þegar við komum. Við fáum kannski að senda mann heim til ykkar einhvern tímann á laugardaginn til þess að skoða gardínurnar. Ef þær eru ekki nógu góðar, þá er það ekkert mál. Við erum meira en til í að láta setja upp nýjar gardínur fyrir ykkur og þið þurfið ekkert að borga fyrir það. Vonum að þetta sé í góðu lagi. Hlökkum geggjað til að hitta ykkur.“ Gestgjafarnir voru orðnir verulega hissa á þessum samskiptum. Þau höfðu haldið nokkur matarboð með vinum úr sama vinahópi vikurnar á undan og það hafði ekki verið neitt svona vesen. En góð vinátta er gulls ígildi, hugsuðu þau og héldu sínu striki. „Við verðum líklega lítið heima á laugardaginn. Getum ábyrgst að gluggatjöldin eru vel þétt :) Auk þess spáir skýjuðu, þannig að þetta verður ekkert mál. Sjáumst hress,“ var svarið sem þau ákváðu að senda.Engin fyrirhöfn Gestirnir voru fljótir að sjá skapandi lausnir á þessari stöðu. „Hæ hæ. Takk fyrir skilaboðin og skilninginn á ljósfælni okkar. Hún er alvöru vandamál. Er þá ekki bara best að þið skiljið íbúðina eftir opna á laugardaginn og okkar menn komi sér bara sjálfir inn og setji upp hlerana? Það er allt í lagi okkar vegna. Þeir geta þá skoðað í leiðinni hvort það sé eitthvað annað sem þurfi að laga fyrir boðið.“ Getsgjafarnir vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið og voru farin að velta fyrir sér hvort þetta væri hrekkur. Þau svöruðu: „Haha. Þið segið nokkuð. Eigum við kannski ekki bara að láta tæma stofuna þannig að þið getið komið með ykkar eigin húsgögn líka ;-). Sjáumst á sunnudaginn.“ Óhætt er að segja að þessi tilraun gestgjafanna hafi sprungið illilega í andlitið á þeim. Gestirnir svöruðu: „Vá. Þið eruð SVO GÓÐIR VINIR. Við ætluðum ekki að þora að spyrja um þetta. En þið þurfið alls ekki að hafa neinar áhyggjur af húsgögnunum. Við viljum alls ekki að það sé verið að hafa fyrir okkur þannig að mennirnir sem koma á laugardaginn geta bara séð um að taka út öll húsgögnin ykkar og koma með stólana sem henta betur fyrir okkur. Það er ekkert mál. Og við skulum passa upp á að þeir gangi vel frá þannig að þið verðið fljót að finna aftur ykkar eigin húsgögn og getið raðað þeim alveg eins og þið viljið þegar við erum farin.“ Gestgjafarnir svöruðu: „Eruð þið að grínast?“ En nei. Það var alls ekki. „Haha. Nei, ekkert grín. Við sjáum bara um að hreinsa til og gera íbúðina tilbúna fyrir matarboðið. Þetta verður rosa gaman. Sjáumst á sunnudaginn. P.S. Er í lagi að við komum með hafnaboltakylfur ef það yrði ráðist á okkur…óvíst að vita hvar óvinir sitja á fleti fyrir, og allt það?“Tens og lítið glens Matarboðið gekk víst bara vel. Kannski ekki mjög skemmtilegt. Andrúmsloftið er aðeins tens þegar gestirnir mæta vopnaðir og þá er erfiðara að vera með gaman og glens. Svo truflaði það einhverja nágranna að gestirnir lögðu bílnum sínum þvert yfir götuna þannig að enginn komst leiðar sinnar klakklaust. Og í þetta skipti var ekki hægt að segja eftir matarboðið að þetta hafi „ekki verið nein fyrirhöfn“ og gestgjafarnir ekki beint í skapi til að stinga upp á að „við ættum að gera þetta miklu oftar“. En samt—alltaf gaman að hitta góða vini.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun