Geðheilsa er líka heilsa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2019 07:15 Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleikann á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar. Fréttablaðið/Valli „Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira
„Við ætlum að gera okkur glaðan dag, í tilefni tvítugsafmælisins, njóta veitinga og skemmta okkur á Hard Rock,“ segir Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis. Hann telur fulla ástæðu til að fagna tímamótunum og því sem áunnist hefur í málefnum geðsjúkra síðustu tvo áratugina. „Þegar frumkvöðlar að stofnun Klúbbsins Geysis stigu sín fyrstu skref í þá átt að færa umræðuna um geðheilbrigðismál af stofnunum út í samfélagið var opnuð skúffa sem hafði verið haldið kyrfilega lokaðri,“ útskýrir hann. Benedikt segir það strax hafa verið forgangsmál að bjóða fólki með geðsjúkdóma upp á endurhæfingu og leitað hafi verið út fyrir landsteinana að fyrirmyndum. Þær hafi fundist í Bandaríkjunum í endurhæfingarúrræði, kenndu við Fountain House sem var líka komið með fótfestu í Svíþjóð á þeim tíma. „Hugmyndafræðin gengur út á að opna möguleika fólks á að ná bata, eflast og starfa sem fullgildir samfélagsþegnar, þrátt fyrir geðsjúkdóma, en vera ekki viðfangsefni stofnana og þolendur þöggunar af ýmsu tagi. Smátt og smátt varð hugarfarsbreyting og umræðan opnaði von í brjósti þeirra sem glímt höfðu við geðsjúkdóma. Allt í einu höfðu þeir eitthvað um meðferð sína að segja.“ Klúbburinn Geysir er í raun vinnustaður sem leggur áherslu á að virkja félagana og gefa þeim færi á að sýna sínar sterkustu hliðar og efla sjálfstraustið, að sögn Benedikts. „Það er gert með því að fela fólki hin ýmsu verkefni alla daga sem miðast öll við rekstur klúbbsins sjálfs. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi þann daginn,“ lýsir hann og segir um að ræða matseld, skrifstofuvinnu, þrif og viðhald. Auk þess sé félagsleg dagskrá í boði alla fimmtudaga eftir klukkan 16 og einn laugardag í mánuði. „Þó að dagar Klúbbsins Geysis hafi ekki alltaf verið eintómur dans á rósum í þessi tuttugu ár hefur hann sannað gildi sitt og hlutverk í réttindabaráttu og auknum lífsgæðum fólks með geðraskanir,“ segir Benedikt. „Það kristallast í þeim fjölda sem hefur átt samleið með klúbbnum um lengri eða skemmri tíma.“ Hann tekur líka fram að klúbburinn hafi notið velvildar þeirra sem halda um opinbera stefnumótun hverju sinni. „Hugmyndunum sem frumkvöðlar Klúbbsins Geysis kynntu á sinni tíð fyrir yfirvöldum var vel tekið,“ segir hann. „Þær hafa verið hluti af fjölbreyttri sókn sem farið var í til að opna fyrir skilning á því að geðheilsa er líka heilsa og hluti af sjálfsmynd hvers og eins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sjá meira