Bréfið: Nýtur þess að horfa á konu sína með öðrum karlmönnum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2019 21:15 Makamál tóku viðtal við karlmann á fimmtugs aldri sem tjáir sig um kynhegðun sem kallast á ensku Cockold. Getty „Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. Makamál hafa undanfarið fjallað um mismundandi kynhneigðir og kynhegðun fólks. Í síðustu viku birtist pistill þar sem fjallað var um hugleiðingar lesanda Makamála um framhjáhöld og opin sambönd. Út frá þeim pistli bárust enn fleiri reynslusögur og hugleiðingar frá lesendum. Einn póstanna var frá karlmanni á fimmtugsaldri sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann vildi vekja athygli á kynhegðun sem kallast á ensku, Cuckold. Þessi hneigð, ef svo má kalla, er ekki á allra vitorði og fannst Makamálum áhugavert að kynna sér þetta betur. Maðurinn, sem við köllum héreftir Tómas, féllst á að koma í viðtal þar sem hann svaraði ítarlega spurningum út frá sinni perónulegu reynslu. En byrjum á byrjuninni, hvað er það að vera Cuckold?Cuckold er mjög einfalt í rauninni. Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér. Bæði fæ ég kynferðislega ánægju út úr því og það heldur mér á tánum í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef stundað þetta nánast alla mína fullorðinsævi og gæti ekki lifað án þess.Hvenær áttaðir þú þig á því að þú hafðir þessar kenndir og hvernig var fyrsta reynslan?Ég hafði áður búið í Bandaríkjunum þar sem ég stundaði nám. Þar var ég í sambandi með bandarískri konu og eitt kvöldið vorum við úti að skemmta okkur. Það var verið að reyna við hana og það sem meira var að hún svaraði til baka. Flestir, ef ekki allir karlmenn, hefðu tekið því illa, en ég fann eitthvað innra með mér. Ég brosti til hennar og kinkaði kolli og sá að henni brá smá. Svo hélt kvöldið áfram og leiðir okkar skildu.Þegar við komum heim hringir blessaði heimasíminn (þetta var í þá daga) og hún svarar. Hann var á hinni línuni, hún leggur tólið frá sér og segir mér frá því. Ég spyr hvað vill hann og hún segir „hann vill hitta mig “ ég samþykji það. Til að gera langa sögu stutta þá horfði ég á þau stunda kynlíf. Þessi nótt var það magnaðasta sem ég hafði upplifað. Daginn eftir var hún skömmustuleg og ég settist niður með henni og útskýrði að ég hefði fengið mjög mikla ánægju út úr þessu.Tómas kynntist seinni konu sinni þegar hann flutti aftur til Íslands en hún er töluvert yngri en hann. Þegar þau voru búin að vera að hittast í tvo til þrjá mánuði, ákvað hann að setjast niður með henni og greina henni frá þessum kenndum sínum áður en lengra væri haldið.Hún hélt fyrst að ég væri að grínast en eftir að hún hafði kynnt sér þetta fór hún að skilja þetta miklu betur. Það var svo hálfu ári eftir þetta spjall sem við prófuðum þetta fyrst og höfum ekki litið um öxl síðan. Aðspurður segir Tómas þessa hneigð ekki eiga heima undir hatti Swing-senunnar þar sem Swing gengur út á það að báðir makar skipta. Í hans tilviki segir hann aðeins konu sína vera með öðrum en hann sjálfur hafi aldrei verið með annari konu eftir að þau kynntust. Ætla mætti að afbrýðisemi gæti skapað vandamál við svona aðstæður en þegar Tómas er spurður hvort afbrýðisemi hafi truflað hann, segir hann svo ekki vera.Eru þetta bara karlmenn sem þið fáið með í þennan leik eða fáið þið konur líka? Nei, bara karlmenn. Við finnum þá aðallega á samfélagsmiðlum, næturlífinu eða í vinnunni. Einnig erum við með okkar svæði á einkamál.is og höfum við fundið nokkra þar. Makamál velta því fyrir sér hvort það sé ekki erfitt að stunda þessa hegðun/hneigð í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi þar sem allir þekkja alla og erfitt getur reynst að halda einkamálum sínum leyndum. Já og nei. Það þarf að vanda valið mjög mikið. Við höfum verið á milli tannana á fólki en það fær ekki mikið á okkur. Konan mín er yngri en ég og tilheyrir öðrum aldurshópi þar sem karlmenn eru opnari um kynlíf og tilbúnir að vera með. Kona Tómasar hefur einnig leyfi til að hitta aðra karlmenn og má því segja að samband þeirra sé opið frá hennar hlið, með hans samþykki. En eru einhverjar reglur sem að þið fylgið varðandi það þegar hún hittir aðra karlmenn án þín?Já, ég er mikið á flakki vegna vinnu minnar og hefur hún þá leyfi til að hitta aðra. Hún lætur mig vita áður, leyfir mér að fylgjast með og svo eftirá hringir hún í mig og segir mér frá öllu.Þegar konan þín er að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum fyrir framan þig, horfir þú þá bara á eða tekur þú líka þátt?Ég leik alltaf við mig á meðan og er stundum þátttakandi í leiknum. Hvernig er það svo þegar leikurinn er búinn, fer karlmaðurinn strax eftir kynlífið eða er hann hjá ykkur?Hann fer strax eftir kynlíf. Hefur þú sjálfur stundað kynlíf með karlmönnum?Já, ég reyndi það þegar ég var um tvítugt en það var ekki fyrir mig. Tómas segist vera í mjög hamingjusömu hjónabandi og að fjölskyldan sé honum allt. Hann segist vera kominn á þann stað í lífinu að geta lifað því lífi sem hann vill lifa og hafi því litlar áhyggjur út á við. Einnig segir hann þau hjónin mjög virk í svefnherberginu og stunda oft kynlíf bara tvö saman. Hann bætir þó við að Cuckhold leikurinn hjálpi þar mikið til við að halda spennu. Pör/hjón verða bæði að vera tilbúin í þetta. Konan mín til dæmis sefur hjá mönnum sem eru nær henni í aldri en ég, þeir eru fjallmyndarlegir og í góðu formi, þannig að hún er að upplifa kynlíf með mönnum sem aðrar konur eru að spjalla um í saumaklúbbum. Þessa hneigð (Cuckold) segir Tómas vera mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir og það sé töluvert um þetta á Íslandi og mikið í Bandaríkjunum. Þegar Makamál spyrja hvort að hann viti hvort þessi hneigð eigi líka við hjá konum (þ.e. konur vilji horfa á maka sína með öðrum) þá segist hann ekki hafa vitneskju um það. Makamál þakka Tómasi kærlega fyrir heiðarleg svör og vekja athygli á því að það er hægt að senda hugleiðingar og reynslusögur á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði og nafnleynd er heitið. Bréfið Tengdar fréttir Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45 Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér“, segir íslenskur framkvæmdastjóri á fimmtugsaldri í viðtali við Makamál. Makamál hafa undanfarið fjallað um mismundandi kynhneigðir og kynhegðun fólks. Í síðustu viku birtist pistill þar sem fjallað var um hugleiðingar lesanda Makamála um framhjáhöld og opin sambönd. Út frá þeim pistli bárust enn fleiri reynslusögur og hugleiðingar frá lesendum. Einn póstanna var frá karlmanni á fimmtugsaldri sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann vildi vekja athygli á kynhegðun sem kallast á ensku, Cuckold. Þessi hneigð, ef svo má kalla, er ekki á allra vitorði og fannst Makamálum áhugavert að kynna sér þetta betur. Maðurinn, sem við köllum héreftir Tómas, féllst á að koma í viðtal þar sem hann svaraði ítarlega spurningum út frá sinni perónulegu reynslu. En byrjum á byrjuninni, hvað er það að vera Cuckold?Cuckold er mjög einfalt í rauninni. Ég hrífst af því að horfa á konuna sem ég elska stunda kynlíf með öðrum en mér. Bæði fæ ég kynferðislega ánægju út úr því og það heldur mér á tánum í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef stundað þetta nánast alla mína fullorðinsævi og gæti ekki lifað án þess.Hvenær áttaðir þú þig á því að þú hafðir þessar kenndir og hvernig var fyrsta reynslan?Ég hafði áður búið í Bandaríkjunum þar sem ég stundaði nám. Þar var ég í sambandi með bandarískri konu og eitt kvöldið vorum við úti að skemmta okkur. Það var verið að reyna við hana og það sem meira var að hún svaraði til baka. Flestir, ef ekki allir karlmenn, hefðu tekið því illa, en ég fann eitthvað innra með mér. Ég brosti til hennar og kinkaði kolli og sá að henni brá smá. Svo hélt kvöldið áfram og leiðir okkar skildu.Þegar við komum heim hringir blessaði heimasíminn (þetta var í þá daga) og hún svarar. Hann var á hinni línuni, hún leggur tólið frá sér og segir mér frá því. Ég spyr hvað vill hann og hún segir „hann vill hitta mig “ ég samþykji það. Til að gera langa sögu stutta þá horfði ég á þau stunda kynlíf. Þessi nótt var það magnaðasta sem ég hafði upplifað. Daginn eftir var hún skömmustuleg og ég settist niður með henni og útskýrði að ég hefði fengið mjög mikla ánægju út úr þessu.Tómas kynntist seinni konu sinni þegar hann flutti aftur til Íslands en hún er töluvert yngri en hann. Þegar þau voru búin að vera að hittast í tvo til þrjá mánuði, ákvað hann að setjast niður með henni og greina henni frá þessum kenndum sínum áður en lengra væri haldið.Hún hélt fyrst að ég væri að grínast en eftir að hún hafði kynnt sér þetta fór hún að skilja þetta miklu betur. Það var svo hálfu ári eftir þetta spjall sem við prófuðum þetta fyrst og höfum ekki litið um öxl síðan. Aðspurður segir Tómas þessa hneigð ekki eiga heima undir hatti Swing-senunnar þar sem Swing gengur út á það að báðir makar skipta. Í hans tilviki segir hann aðeins konu sína vera með öðrum en hann sjálfur hafi aldrei verið með annari konu eftir að þau kynntust. Ætla mætti að afbrýðisemi gæti skapað vandamál við svona aðstæður en þegar Tómas er spurður hvort afbrýðisemi hafi truflað hann, segir hann svo ekki vera.Eru þetta bara karlmenn sem þið fáið með í þennan leik eða fáið þið konur líka? Nei, bara karlmenn. Við finnum þá aðallega á samfélagsmiðlum, næturlífinu eða í vinnunni. Einnig erum við með okkar svæði á einkamál.is og höfum við fundið nokkra þar. Makamál velta því fyrir sér hvort það sé ekki erfitt að stunda þessa hegðun/hneigð í svona litlu samfélagi eins og á Íslandi þar sem allir þekkja alla og erfitt getur reynst að halda einkamálum sínum leyndum. Já og nei. Það þarf að vanda valið mjög mikið. Við höfum verið á milli tannana á fólki en það fær ekki mikið á okkur. Konan mín er yngri en ég og tilheyrir öðrum aldurshópi þar sem karlmenn eru opnari um kynlíf og tilbúnir að vera með. Kona Tómasar hefur einnig leyfi til að hitta aðra karlmenn og má því segja að samband þeirra sé opið frá hennar hlið, með hans samþykki. En eru einhverjar reglur sem að þið fylgið varðandi það þegar hún hittir aðra karlmenn án þín?Já, ég er mikið á flakki vegna vinnu minnar og hefur hún þá leyfi til að hitta aðra. Hún lætur mig vita áður, leyfir mér að fylgjast með og svo eftirá hringir hún í mig og segir mér frá öllu.Þegar konan þín er að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum fyrir framan þig, horfir þú þá bara á eða tekur þú líka þátt?Ég leik alltaf við mig á meðan og er stundum þátttakandi í leiknum. Hvernig er það svo þegar leikurinn er búinn, fer karlmaðurinn strax eftir kynlífið eða er hann hjá ykkur?Hann fer strax eftir kynlíf. Hefur þú sjálfur stundað kynlíf með karlmönnum?Já, ég reyndi það þegar ég var um tvítugt en það var ekki fyrir mig. Tómas segist vera í mjög hamingjusömu hjónabandi og að fjölskyldan sé honum allt. Hann segist vera kominn á þann stað í lífinu að geta lifað því lífi sem hann vill lifa og hafi því litlar áhyggjur út á við. Einnig segir hann þau hjónin mjög virk í svefnherberginu og stunda oft kynlíf bara tvö saman. Hann bætir þó við að Cuckhold leikurinn hjálpi þar mikið til við að halda spennu. Pör/hjón verða bæði að vera tilbúin í þetta. Konan mín til dæmis sefur hjá mönnum sem eru nær henni í aldri en ég, þeir eru fjallmyndarlegir og í góðu formi, þannig að hún er að upplifa kynlíf með mönnum sem aðrar konur eru að spjalla um í saumaklúbbum. Þessa hneigð (Cuckold) segir Tómas vera mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir og það sé töluvert um þetta á Íslandi og mikið í Bandaríkjunum. Þegar Makamál spyrja hvort að hann viti hvort þessi hneigð eigi líka við hjá konum (þ.e. konur vilji horfa á maka sína með öðrum) þá segist hann ekki hafa vitneskju um það. Makamál þakka Tómasi kærlega fyrir heiðarleg svör og vekja athygli á því að það er hægt að senda hugleiðingar og reynslusögur á netfangið makamal@syn.is. Fullum trúnaði og nafnleynd er heitið.
Bréfið Tengdar fréttir Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15 Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45 Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Við erum svo mikið Covid-kærustupar“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Í síðustu viku spurðu Makamál hversu kynferðislega fullnægt fólk væri i sambandinu sínu. Alls 4500 manns tóku þátt í könnuninni og athygli vakti að mikill meiri hluti svarenda voru karlmenn en 2600 karlmenn svöruðu á móti 1900 konum. 6. september 2019 13:15
Rúmfræði: Endaþarmsörvun er ekki hommakynlíf "Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að kynlíf er allskonar og það er ekkert sem heitir kynlíf fyrir homma eða kynlíf fyrir lesbíur.“ Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali sem Makmál tóku við hana á dögunum um endaþarmsörvun og fordóma. 5. september 2019 22:45
Spurning vikunnar: Ef haldið er framhjá, skiptir máli hvoru kyninu það er með? Makamál birtu pistil í vikunni sem heitir Óhefðbundið framhjáhald og er unninn út frá bréfi sem okkur barst frá lesanda. Spurning vikunnar er að þessu sinni því tengd hugleiðingum út frá þessum pistli. 6. september 2019 10:00