Föstudagsplaylisti Berndsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 15:13 Níunda áratugar nostalgía hefur sett svip sinn á hljóðheim Berndsen. aðsend/saga sig Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira