Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson komust báðir í gegnum niðurskurðinn á Open de Bretagne mótinu í Frakklandi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur eru báðir jafnir í 15. - 24. sæti á mótinu eins og er en þegar þetta er skrifað eru flestir kylfingar mótsins búnir að klára annan hringinn í mótinu.
Íslensku kylfingarnir spiluðu á tveimur höggum yfir pari í dag og eru samtals á einu höggi undir pari í mótinu. Niðurskurðarlínan miðast við þrjú högg yfir par.
Birgir Leifur fékk örn á 7. holu á hringnum í dag og þrjá fugla, en hann fékk einnig þrjá skolla og tvo skramba.
Guðmundur Ágúst fékk fjóra fugla, en þrjá skolla og einn þrefaldan skolla á 10. holu.
Josh Geary frá Nýja Sjálandi er í forystu í mótinu á fimm höggum undir pari eftir að hafa farið hringinn í dag á þremur höggum undir pari.
Guðmundur og Birgir Leifur báðir í gegnum niðurskurðinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
