Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Íþróttadeild skrifar 7. september 2019 18:01 Kolbeinn skorar fyrsta mark Íslands gegn Moldóvu. vísir/daníel Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Ísland fór á topp H-riðils undankeppni EM 2020 með 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Íslands í keppnisleik í fyrsta sinn síðan á EM 2016. Hann kom Íslendingum á bragðið og var heilt yfir besti leikmaður Íslands í dag. Birkir Bjarnason kom Íslandi í 2-0 á 55. mínútu og Victor Mudrac skoraði svo sjálfsmark á 77. mínútu. Ari Freyr Skúlason átti þátt í síðustu tveimur mörkunum og var mjög góður í leiknum. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera nánast allan leikinn en varði vel frá Alexandru Suvorov á 83. mínútu. Hélt hreinu í þriðja sinn í undankeppninni.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 7 Lenti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Átti þátt í fyrsta markinu og lagði upp gott færi með fínni fyrirgjöf.Kári Árnason, miðvörður 7 Vann alla skallabolta og leysti það litla sem hann þurfti að gera vel.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Átti skallann sem bjó til annað markið. Átti náðugan dag í vörninni. Nálægt því að skora sjálfsmark undir lok leiks.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Flottur leikur hjá Ara. Átti fyrirgjöfina sem skapaði þriðja markið og hornspyrnuna í öðru markinu. Öruggur með boltann og skilaði honum vel frá sér.Arnór Ingvi Traustason, hægri kantmaður 5 Lét lítið fyrir sér fara. Vann vel en framlagið í sókninni var ekki mikið.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Lagði upp gott færi fyrir Birki með frábærri sendingu. Stýrði miðjunni sem fyrr eins og herforingi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Var tvisvar sinnum nálægt því að skora í fyrri hálfleik. Sýndi nokkur frábær tilþrif en hefur oft verið meira áberandi.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Gekk lítið upp hjá Birki í fyrri hálfleik en var miklu betri í þeim seinni. Skoraði annað mark Íslands þegar hann fylgdi eftir skalla Ragnars sem Alexi Kosalev varði. Þetta var tólfta landsliðsmark Birkis.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði í fyrsta keppnisleik sínum í byrjunarliði Íslands síðan á EM 2016. Vantar nú aðeins tvö mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Vann einvígin sín í loftinu eins og venjulega.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Einstaklega fljótur að hugsa þegar hann lagði upp markið fyrir Kolbein á snyrtilegan hátt. Duglegur að vanda og lét hafa fyrir sér. Var í baráttu við Victor Mudrac þegar hann skoraði sjálfsmarkið.Varamenn:Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Kolbein á 63. mínútu) 6 Öruggur og yfirvegaður. Skilaði boltanum vel frá sér.Rúnar Már Sigurjónsson - (Kom inn á fyrir Birki á 78. mínútu) Átti gott skot rétt framhjá marki Moldóva. Spilaði of lítið til að fá einkunn.Viðar Örn Kjartansson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Í beinni: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30