Munaði litlu að Hamrén reyndist berdreyminn Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:43 Erik Hamrén í viðtali eftir leikinn við Henry Birgi Gunnarsson. Vísir Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari karlaliðs Íslands, var afslappaður þegar hann settist niður með blaðamönnum að loknum 3-0 sigri á Moldóvu á Laugardalsvelli í dag. Eftir erfiða byrjun í brúnni er sá sænski með íslenska liðið á toppi H-riðils undankeppninnar með tólf stig eftir fjóra leiki. Hamrén gaf sig á tal við íþróttadeild rétt fyrir fundinn og minntist á draum sinn í nótt. „Mig dreymdi í nótt að úrslitin yrðu 4-0 svo ég var nálægt því!“Hugsi fyrstu tíu mínúturnar „Ég er mjög ánægður og sáttur með stigin þrjú, mörkin þrjú, engin meiðsli og engin spjöld. Þetta var mjög gott síðdegi,“ sagði sá sænski og brosti. Fundurinn með Hamrén var fámennur og aðeins nokkrar spurningar bornar upp. Að hverju á að spyrja eftir 3-0 sannfærandi sigur gegn slökum andstæðingi? Strákarnir okkar voru þó nokkrar mínútur að koma sér í gang. „Moldóvar byrjuðu betur en við fyrstu tíu mínúturnar. Þeir unnu fleiri einvígi en við,“ sagði Hamrén sem stóð á hlaupabrautinni í rigningunni framan af leik. Greinlega hugsi. „En eftir það stjórnuðum við leiknum vel. Fyrsta markið er líka svo mikilvægt. Við náðum því í fyrri hálfleik sem skipti miklu máli.“Aldrei auðvelt Hamrén nefndi engan leikmann umfram annan heldur lagði áherslu á frammistöðu liðsins í heild. Hvernig leikmenn börðust hver fyrir annan. Hann var þó spurður sérstaklega út í Kolbein Sigþórsson sem skoraði sitt 24 landsliðsmark. „Við vildum hafa tvo framherja að vinna vel og þeir skoruðu báðir,“ sagði Hamrén. Ekki nóg með það heldur lagði Jón Daði Böðvarsson upp mark Kolbeins með glæsilegum hætti. „Ég er ánægður fyrir hönd Kolbeins, að hann sé kominn aftur eftir þessi erfiðu ár. Hann skoraði geggjað mark. Við þekkjum öll hæfileika hans. Vonandi getur hann haldið áfram að æfa og spila með AIK svo hann bæti sig enn meira.“ Hann minnti á að þótt niðurstaðan hefði verið 3-0 sigur og allt virkaði svo auðvelt þá væru leikir sem þessir aldrei auðveldir. „Ég er ánægðastur með einbeitinguna í liðinu. Ef þú ert ekki á tánum þá geturðu alltaf fengið á þig mark.“Hvíldi menn fyrir Albaníuleikinn Hamrén gerði þrjár skiptingar í leiknum. Emil Hallfreðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu inn fyrir Kolbein, Birki og Jón Daða. Hamrén sagði enga skiptingu hafa verið fyrir fram ákveðna. „Kolbeinn er enn í þróun. Það var alltaf gott að geta tekið hann af velli áður en 90 mínútur væru búnar svo hann væri tilbúinn í Albaníuleikinn á þriðjudaginn,“ sagði Hamrén. „Birkir hefði farið í bann ef hann hefði fengið spjald,“ sagði Hamrén og því fékk hárprúði kantmaðurinn, sem virkaði nokkuð þreyttur, skiptingu. „Jón Daði hafði hlaupið mikið og við munum þurfa að hlaupa mikið í Albaníu, svo var hann orðinn þreyttur,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira