Eins og venjan er átti að spila þjóðsöngva beggja liða fyrir leikinn. Það tókst ekki betur en svo hjá starfsmönnum Stade de France að þeir spiluðu þjóðsöng Andorra en ekki Albaníu.
Liðsmönnum Albaníu brá í brún og reiddust stuðningsmenn þeirra verulega við það að heyra lag sem þeir könnuðust ekkert við.
Þegar þjóðsöngur „Albaníu“ var búinn fór sá franski í loftið og að honum loknum átti leikurinn að fara af stað. Leikmenn Albaníu neituðu hins vegar að byrja að spila fyrr en þeir heyrðu sinn þjóðsöng og þurfti því að fresta leiknum um nokkrar mínútur.
Farcical scenes at Stade de France. Kick off delayed after they played Andorra’s national anthem instead of Albania’s. Announcer just apologised for the delay but he apologised to... Armenia!
— Matt Spiro (@mattspiro) September 7, 2019
Til þess að hella gráu ofan á svart þá baðst vallarþulurinn afsökunar á þessu öllu saman, nema hann bað Armeníu afsökunar en ekki Albaníu.
Staðan í leik Frakklands og Albaníu þegar þetta er skrifað er 2-0 fyrir Frakklandi, en liðin spila í sama riðli og Ísland.