Messi hefur verið mikið í umræðunni eftir að forseti félagsins Josep Maria Bartomeu kom fram og sagði að Messi gæti farið frítt frá félaginu næsta sumar.
Núverandi samningur Messi rennur út árið 2021 en forseti Barcelona kom þá fram á föstudaginn og sagði í yfirlýsingu að það væri enginn vafi á því að Messi yrði áfram hjá félaginu.
Barcelona plotting 'life contract' offer to Lionel Messi https://t.co/DQ0WtxqoKapic.twitter.com/YzzO3aOhp2
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 8, 2019
Mundo Deportivo greinir svo frá því að Barcelona sé að undirbúa það að bjóða Argentínumanninum lífstíðarsamning. Forsetinn hefur gengið með þessar hugmyndir að undanförnu.
Reiknað er með að Argentínumaðurinn verði að spila að minnsta kosti þangað til á HM í Katar sem fer fram árið 2022 en þá verður hann 36 ára gamall.