Nánast öllum flugferðum British Airways aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 08:07 Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvelli í morgun. Þeim verður ekki flogið næstu tvo sólarhringana eða svo vegna verkfalls flugmanna. vísir/getty Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira