Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Ari Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Utanríkismálanefnd fékk fleiri gesti til sín í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Stefán „Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
„Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira