Sá eini sem vildi í viðtal eftir sýningu Héraðsins á Sauðárkróki var bóndi sem aldrei hefur reitt sig á kaupfélagið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2019 19:15 Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eini bíógesturinn sem gaf kost á viðtali eftir að kvikmyndin Héraðið var frumsýnd á Sauðárkróki í gær var eldri bóndi sem segist aldrei hafa þurft að reiða sig á Kaupfélag Skagfirðinga.Skagfirðingar virðast vera nokkuð spenntir fyrir myndinni sem að sögn leikstjórans er byggð á Kaupfélagi Skagfirðinga og sögum úr Skagafirði. Sigurbjörn Björnsson, framkvæmdastjóri Króksbíó var í það minnsta sáttur við viðtökurnar þegar fréttamaður ræddi við hann um sýninguna í gærkvöldi. „Þær hafa verið mjög góðar. Það var uppselt, við erum með sölu í gegnum síma og það var uppselt á fyrstu tvær sýningarnar og komið á þriðju sýninguna sem verður á sunnudaginn,“ sagði Sigurbjörn.Sigurbjörn Björnsson rekur Króksbíó með fjölskyldu sinni.Vísir/Tryggvi PállHéraðið segir af baráttu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Upphaflega átti myndin að vera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga, en erfiðlega gekk að fá heimamenn að tjá sig opinberlega um félagið.Erfiðlega gekk að fá bíógesti í viðtal eftir sýninguna Það var sami veggur og fréttamaður rak sig á eftir sýninguna í gær, en glögglega mátti þó heyra að bíógestir könnuðust við ýmis atriði úr myndinni. Sá eini sem vildi tala við fréttamann var Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði, sem segir myndina lýsa Skagafirði nokkuð vel. „Landbúnaðurinn hér í Skagafirði er til dæmis þannig að fé er flutt utan á Fljótum, 100 kílómetra upp á fjöll og þar ber almenningur fyrir það á kostnað Landgræðslunnar. Þetta er kallaður hagvöxtur,“Hverjir bera ábyrgð á því?Margeir Björnsson, bóndi í Skagafirði.Vísir/Tryggvi Páll„Nú þeir sem stjórna Skagafirði.“Hverjir eru það?„Nú það var verið að draga það fram í myndinni hverjir stjórna honum,“ sagði Margeir í spjalli við fréttamenn skömmu eftir að sýningunni lauk.Hann segist þó ekki hafa kynnst raunum söguhetju myndarinnar á eigin skinni.„Í sjálfu sér ekki því að ég hef aldrei verið þannig settur að þurfa á stórfyrirgreiðslu Kaupfélagsins að halda. Og ég er þannig skoðunar að atvinnurekstur eigi vera þannig að skila eigandanum en ekki þjónustuaðilanum.“Klippa: Héraðið - sýnishorn
Bíó og sjónvarp Skagafjörður Tengdar fréttir Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56 Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33 Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. 19. ágúst 2019 12:56
Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. 22. júlí 2019 12:33
Héraðið tekur þátt á Toronto kvikmyndahátíðinni Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðið, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. 13. ágúst 2019 14:45