Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 21:39 Persóna Toms Holland, Köngulóarmaðurinn, verður ekki hluti af Marvel ofurhetjuheiminum lengur. getty/ Alberto E. Rodriguez Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira