Björn Bragi íhugaði að flytja úr landi og koma aldrei aftur Birgir Olgeirsson skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson komst í fréttirnar á árinu vegna myndbands af honum sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum. fréttablaðið/stefán Grínistinn Björn Bragi Arnarsson hefur kynnt til leiks nýja uppistandssýningu sem hefur fengið heitið „Björn Bragi Djöfulsson“. Björn Bragi greinir frá þessu á samfélagsmiðlum en þar þakkar hann tónlistarkonunni Leoncie sérstaklega fyrir að hafa komið með heitið á þessari sýningu þegar hún kallaði hann þessu nafni á kommentakerfi DV. Um var að ræða frétt af Birni Braga þar sem sagt frá myndbandi sem fór í dreifingu í október í fyrra þar sem Björn Bragi sást káfa á unglingsstúlku á skyndibitastað á Akureyri. Vakti myndbandið verulega athygli en Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu og sendi stúlkan fjölmiðlun tilkynningu þar sem hún sagði snertinguna hafa valdið sér óþægindum en hún tæki afsökunarbeiðni Björns Braga gilda. Lét Björn Bragi lítið fyrir sér fara næstu mánuði og sagði sig meðal annars frá spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem hann hafði verið kynnir. Í janúar síðastliðnum sneri hann aftur þegar hann var hluti af uppistandssýningu Mið-Íslands. Björn Bragi setti auglýsingaplakatið fyrir nýju uppistandssýninguna á Instagram en þar sést grínistinn Anna Svava Knútsdóttir halda á höfði hans en Anna Svava mun sjá um upphitun á sýningunni. „Síðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur. Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói,“ skrifar Björn Bragi á Instagram. View this post on InstagramSíðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur. Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói. Anna Svava verður með mér og hitar upp. Vil þakka Leoncie fyrir að hafa komið með heitið á sýningunni en hún kallaði mig þessu geggjaða nafni í kommentakerfi DV. Miðasala hefst á morgun á Tix.is. A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 21, 2019 at 2:08pm PDT Gettu betur Uppistand Tengdar fréttir Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00 Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Brennisóley Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Grínistinn Björn Bragi Arnarsson hefur kynnt til leiks nýja uppistandssýningu sem hefur fengið heitið „Björn Bragi Djöfulsson“. Björn Bragi greinir frá þessu á samfélagsmiðlum en þar þakkar hann tónlistarkonunni Leoncie sérstaklega fyrir að hafa komið með heitið á þessari sýningu þegar hún kallaði hann þessu nafni á kommentakerfi DV. Um var að ræða frétt af Birni Braga þar sem sagt frá myndbandi sem fór í dreifingu í október í fyrra þar sem Björn Bragi sást káfa á unglingsstúlku á skyndibitastað á Akureyri. Vakti myndbandið verulega athygli en Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu og sendi stúlkan fjölmiðlun tilkynningu þar sem hún sagði snertinguna hafa valdið sér óþægindum en hún tæki afsökunarbeiðni Björns Braga gilda. Lét Björn Bragi lítið fyrir sér fara næstu mánuði og sagði sig meðal annars frá spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem hann hafði verið kynnir. Í janúar síðastliðnum sneri hann aftur þegar hann var hluti af uppistandssýningu Mið-Íslands. Björn Bragi setti auglýsingaplakatið fyrir nýju uppistandssýninguna á Instagram en þar sést grínistinn Anna Svava Knútsdóttir halda á höfði hans en Anna Svava mun sjá um upphitun á sýningunni. „Síðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur. Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói,“ skrifar Björn Bragi á Instagram. View this post on InstagramSíðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur. Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói. Anna Svava verður með mér og hitar upp. Vil þakka Leoncie fyrir að hafa komið með heitið á sýningunni en hún kallaði mig þessu geggjaða nafni í kommentakerfi DV. Miðasala hefst á morgun á Tix.is. A post shared by Björn Bragi (@bjornbragi) on Aug 21, 2019 at 2:08pm PDT
Gettu betur Uppistand Tengdar fréttir Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00 Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Brennisóley Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00
Björn Bragi verður með Mið-Íslandi á nýrri sýningu Missir af frumsýningarhelginni. 8. janúar 2019 18:11