Alonso stefnir á Dakar rallið Bragi Þórðarson skrifar 22. ágúst 2019 17:45 Alonso stefnir á þátttöku í sögufræga eyðimekrurrallinu á næsta ári á hinum sigursæla Toyota Hilux. Getty Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september. Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september.
Formúla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira