Utanríkisráðherra ber að segja af sér Benedikt Lafleur skrifar 22. ágúst 2019 14:26 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar