Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 17:20 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar féllust í faðma þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar er farið yfir viðbrögð yfirvalda í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar 27. september 2018. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem sýknaðir voru sem og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní síðastliðinn. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni. Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin mun halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Stjórnvöld reyna enn að ná sátt um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar er farið yfir viðbrögð yfirvalda í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar 27. september 2018. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við þá sem sýknaðir voru sem og aðstandendur þeirra sem látnir voru en sýknaðir í sama dómi. Kristrún Heimisdóttir var formaður nefndarinnar en þar voru einnig fulltrúar dómsmálaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Jafnframt var Andri Árnason lögmaður settur sem ríkislögmaður til að fara með meðferð bótakrafna í þessu máli. Nefndin skilaði af sér 3. júní síðastliðinn. Kom fram að sáttaumleitanir hefðu ekki borið árangur, að minnsta kosti væru ekki horfur á að hægt væri að ná sátt við alla aðila málsins. Málið er því nú fyrst og fremst í höndum setts ríkislögmanns. Hann er að undirbúa greinargerð í máli sem Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur höfðað fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Þá er mál Erlu Bolladóttur og erindi annarra, sem tengjast málinu, samhliða til skoðunar hjá settum ríkislögmanni. Af hálfu stjórnvalda hefur verið lögð áhersla á að ríkið væri tilbúið að semja um sanngjarnar bætur til þeirra sem sýknaðir voru og aðstandenda þeirra sem fallnir eru frá og afla til þess viðeigandi lagaheimildar. Ríkisstjórnin mun halda áfram athugun á slíkri lausn, sem aðilar gætu verið sáttir við.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira