„Stóri strákur Mr. B er HLUNKUR. Hann er hlunkahlunkur. Hann endurskilgreinir hugtakið. Getur þú giskað hversu þungur hann er? Það sem mikilvægara er, getur þú gefið honum heimili?“
Í nýrri færslu frá dýraathvarfinu kemur fram að Mr. B sé ekkert fis, en hann vegur um það bil tólf kíló. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru margir kattavinir tilbúnir til þess að ættleiða Mr. B og veita honum nýtt heimili. Það er því líklegt að þessi stóri og stæðilegi kisi verði kominn með nýtt heimili áður en langt um líður.