Mikil fjölgun í Háskóla þriðja æviskeiðsins Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 06:30 Nemendum hefur fjölgað um tæplega 600 á aðeins 7 árum. Mynd/Aðsend Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hans Kristján Guðmundsson, formaður Háskóla þriðja æviskeiðsins, segir skólann vettvang fyrir fólk yfir fimmtugu sem vill fræðast eða fræða aðra. Skólinn, sem byggir á sjálfboðavinnu, er rekinn af frjálsum félagasamtökum sem stofnuð voru árið 2012. Við stofnun voru félagarnir 30 eða 40 talsins. Í dag eru þeir um 630. Rúmlega helmingur félagsmanna er á aldrinum 65 til 75 ára. En aldursbilið er breitt því yngsti nemandinn er rúmlega fimmtugur og sá elsti að verða níræður. „Þriðja æviskeiðið er þegar það léttir undir hjá fólki,“ segir Hans. „Börnin eru flogin úr hreiðrinu, stór hluti skulda niðurgreiddur og fólk hefur meiri tíma. Þetta skeið er ekki bundið við ákveðið ár heldur þegar fólk sest niður og hugar að framtíðinni.“ Hans segir að skólinn sé ekki háskóli í formlegri merkingu. „Hér taka nemendur ekki próf eða fá gráðu. Heldur er hugmyndin byggð á hinni fornu hugmynd um háskóla, að miðla fróðleik,“ segir hann. Starf skólans er nú að hefjast og í allan vetur verða erindi á hverjum þriðjudegi í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði. Hans segir að þau séu af öllum toga og séu ekki síður hugsuð sem skemmtun en fræðsla. Þjóðfræði- og sagnfræðifyrirlestrar hafa verið vinsælir, sem og náttúrufræði. „Vinsælasti fyrirlesarinn hjá okkur hefur verið Jón Björnsson, sálfræðingur og rithöfundur. Hann fyllir alltaf salinn,“ segir Hans. „Þegar Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur og talar um eldfjöll þá koma margir líka.“ Félagslífið er gott í kringum skólann og hluti af starfinu er heimsóknir á ýmsa staði. Til dæmis Seðlabankann, Alþingi, Dómkirkjuna, Árnastofnun og fleiri, einnig á landsbyggðinni. „Þetta eru eins konar vísindaferðir,“ segir Hans. Háskóli þriðja æviskeiðsins er í nánu alþjóðasamstarfi við sambærilega skóla víða um heim og nýtur Erasmus-styrkja. Ræturnar liggja í stúdentauppreisnunum í Frakklandi árið 1968. Eftir þær lögðu Frakkar þær skyldur á háskólana að hleypa fleirum að og sýna samfélagsábyrgð. Fyrsti háskóli þriðja æviskeiðsins var opnaður innan háskólans í Toulouse árið 1973. Hefur þetta síðan breiðst út um allan heim. „Fyrsti viðburðurinn hjá okkur verður þann 3. september, þegar við tökum á móti nemendum frá Prag í Tékklandi. Í maí fór 20 manna hópur frá okkur þangað,“ segir Hans.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira