Stór samningur Japans og Bandaríkjanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. ágúst 2019 08:30 Trump og Abe leystu vandamál heima fyrir með stórum samningi. Nordicphotos/Getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynntu um stóran viðskiptasamning á fundi G7-ríkjanna sem fram fer í Biarritz í Frakklandi. Nánari útfærsla á samningnum verður gerð í New York í september. Samkvæmt samningnum munu Japanir kaupa mikið af maís frá Bandaríkjunum. Síðan viðskiptastríð hófst við Kína hafa bandarískir maísframleiðendur átt erfitt með að koma vörum sínum á markað. „Þetta eru margir milljarðar Bandaríkjadollara. Frábært fyrir bændur,“ sagði Trump á blaðamannafundi hans og Abe. Abe sagði að það yrði ekki japanska ríkið sjálft sem keypti afurðirnar heldur fyrirtæki í einkageiranum. Losað verður um tolla og innflutningshöft. Maís er ekki eina varan sem samningurinn mun ná yfir heldur einnig hveiti, mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt og fleira. Í dag flytja Japanir inn landbúnaðarvörur frá Bandaríkjunum fyrir um 14 milljarða dollara, sem samsvarar 1.700 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum opnast fyrir 7 milljarða dollara til viðbótar. Er þetta kærkomið fyrir Japani sem hafa misst mikið af eigin landbúnaðarafurðum vegna skordýrafaraldurs undanfarið. Samningurinn markar nokkur tímamót í samskiptum þjóðanna því þau hafa verið fremur stirð í tíð Trumps hvað viðskipti varðar. Þó að Trump og Abe hafi þurft að brjóta odd af oflæti sínu kemur samningurinn þeim báðum vel, bæði efnahagslega og stjórnmálalega. Ýmis önnur tíðindi hafa orðið á fundinum og einna markverðust var fyrirvaralaus koma íranska utanríkisráðherrans, Mohammad Javad Zarif. Fundaði hann með Macron Frakklandsforseta og Le Drian utanríkisráðherra um spennuna vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Þá bar Trump upp þá tillögu að hleypa Rússum aftur inn í hópinn og sagði að Pútín ætti að koma að umræðum um stöðuna í Íran, Norður-Kóreu og Sýrlandi. Voru hinir leiðtogarnir sex allir mótfallnir þeirri tillögu en Rússum var vikið úr hópnum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Skógareldarnir í Amason-frumskóginum hafa verið ræddir og hvöttu bæði Macron og Angela Merkel Þýskalandskanslari til þess að þau mál yrðu tekin föstum tökum. Samkvæmt heimildum mun samkomulag hafa náðst milli ríkjanna og var Macron falið að vinna að því að komast að þörfum Brasilíu og annarra Amason-ríkja vegna eldanna. „Án þess að troða á fullveldi þessara landa, verðum við að hafa það að markmiði að rækta upp skóginn að nýju og aðstoða hvert land fyrir sig efnahagslega,“ sagði Macron.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. 25. ágúst 2019 17:53
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00