Davíð Þór hafði verið að spila frábærlega á miðjunni hjá FH en án hans sökk liðið.
„Davíð var eins og kóngur á miðjunni og ég vildi fá mynd af honum hérna í settið með kórónu á hausnum,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-mörkunum í gær.
„Hann var stórkostlegur í þessum leik en svo fer hann af velli. Ég hefði viljað sjá hann sleppa því að brjóta af sér þarna,“ bætti Reynir við er hann ræddi um rauða spjaldið sem hann sagði vera réttan dóm.
Atli Viðar Björnsson bætti við að þeir tíu sem voru eftir inn á vellinum hefðu misst hausinn við það að missa Davíð Þór af velli.
Sjá má rauða spjaldið og umræðuna um það hér að neðan.