Þegar Makamál spurðu hvernig væri best að titla hana segist hún númer eitt tvö og tíu vera mamma.
Hún lýsir sjálfri sér sem nörd og töffara með sterka réttlætiskennd.
En annars er ég bara hér til að reyna að gera eitthvað gott, og láta gott af mér leiða í þessu lífi. Trúi því svo innilega að það þýði ekki að óska sér neins heldur að maður þurfi að vinna fyrir því.Makamál tóku létt spjall við Brynju á Facebook þar sem hún fékk að spreyta sig á svörum einungis í formi emojis (táknmynda).
Sjáum hversu emojional Bryna Dan er.
