Red Rock tengist ekki þriðja orkupakkanum Ari Brynjólfsson og Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Gunnarsson skrifa 28. ágúst 2019 06:00 Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn Fréttablaðið/Ari Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira