Red Rock tengist ekki þriðja orkupakkanum Ari Brynjólfsson og Oddur Ævar Gunnarsson og Kristinn Haukur Gunnarsson skrifa 28. ágúst 2019 06:00 Red Rock liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn Fréttablaðið/Ari Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Sumir andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sett spurningarmerki við veru skipsins Red Rock í Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn kemur af fjöllum og segir skipið sinna rannsóknum á sjávarstraumum og fleiru. Skipið Red Rock, sem liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn, er ekki hér við land til þess að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu, segir skipstjórinn. Red Rock sinnir rannsóknum á sjávarlífi og mælingum á sjávarbotni. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa sumir haldið því fram að skipið sé hér í tengslum við lagningu sæstrengs. „Nei, nei, nei. Við stundum rannsóknir á spendýrum í sjó, sjávarstraumum og sjávarbotni,“ segir Samuel Lynch, skipstjóri Red Rock. „Skipið þjónustar einnig olíuborpalla. Stundum vilja viðskiptavinir okkar að við tökum þátt í öðrum verkefnum, til dæmis að mæla dýpi og sjávarstrauma. Núna erum við í frekar óspennandi verkefni.“ Lynch vill þó ekki upplýsa um fyrir hverja skipið starfar nú. „Viðskiptavinir okkar biðja okkur ekki um að upplýsa um það.“ Hann tók þó skýrt fram að viðskiptavinurinn tengdist ekki neinu sem viðkemur raforku. Skipið er skráð í Louisiana í Bandaríkjunum og siglir þaðan. Það er nú í verkefnum á svæðum nálægt Íslandi. „Það er bara tilviljun að við erum hér, við erum að gera rannsóknir á dýpi og sjávarstraumum á svæðinu og það bara hitti þannig á að það hentaði best að koma til hafnar á Íslandi. Það sem við erum að gera kemur Íslandi ekkert sérstaklega við.“ Kaplar eru á dekki skipsins, Lynch segir þá ekki sæstrengi. „Nei. Þessa kapla notum við til að mæla sjávarstrauma. Ég hef séð sæstrengi, eins og hafa verið lagðir í Mexíkóflóa, það er talsvert stærra en þetta. Fyrirtæki okkar á skip sem hafa sinnt slíkum verkefnum.“ Myndir af skipinu hafa verið birtar í hóp Orkunnar okkar á Facebook og fleiri stöðum. Lynch kemur af fjöllum þegar hann er spurður út í sæstreng, þriðja orkupakkann og atkvæðagreiðsluna á Alþingi. „Ég get fullvissað þig um að við höfum ekkert með það að gera.“ Lynch segir að skipverjar hafi einmitt verið að velta fyrir sér hvers vegna það væri svona mikill áhugi á skipinu í Reykjavíkurhöfn. „Það hefur komið margt fólk til að skoða og taka myndir. Sumir horfa lengi á skipið,“ segir Lynch. Var greinilegt á honum að áhöfnin væri óvön slíkri athygli. „Við erum búnir að vera að segja fólki að það geti flett upp nafninu á skipinu á vefnum og séð þá myndbönd af því að störfum.“ Skipverjarnir eru nú að njóta verunnar á Íslandi. „Við förum á næstu dögum. Við erum bara að bíða eftir að veðrið batni. Kannski komum við aftur til Íslands á næstunni, það fer eftir því hvernig verkefninu miðar,“ segir Lynch. „Núna erum við að fylla skipið af vistum og skipverjar að skoða sig um í Reykjavík. Ísland er fínt, svolítið dýrt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira