Mýrdælingar óhressir með sinn auðkýfing Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2019 10:52 Gömul þjóðleið liggur um Heiðardal og upp á heiðar þar sem Mýrdalshreppur á lönd. Einar Freyr oddviti vill að þessar merkingar auðkýfings sveitarinnar verði fjarlægð. Einar Freyr Elínarsson oddviti Mýrdalshrepps er óhress með framgöngu svissneska auðkýfingsins Rudolps Walthers Lamprechts, í sinni sveit. Lamprecht keypti Heiðardalinn, jörð sem telst mikil náttúruperla en hann hefur haft tilburði í þá átt að meina mönnum að fara þar um sín lönd. Skilti sem sett hefur verið upp að undirlagi Lamprechts fer fyrir brjóst oddvitans og vill hann að þær merkingar verði umsvifalaust teknar niður. Bændablaðið greindi frá þessu í morgun.Vegagerðin dregur lappirnar Einar Freyr segir, í samtali við Vísi, að hann bíði nú eftir svari við erindi sínu til Vegagerðarinnar, það er endanlegu svari, en oddvitinn hefur beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að láti til sín taka og fjarlægi merkingarnar.Oddviti Mýrdalshrepps segir Rudolp Walther Lamprecht hafi haft uppi ýmis fróm fyrirheit sem ekkert hafi orðið úr.visir/pjetur„Þeir töldu þetta ekki vera á sinni könnu vegna þess að vegurinn var tekinn af vegaskrá 2013. Þrátt fyrir mótmæli sveitarstjórnar,“ segir Einar Freyr. Ef Vegagerðin vill draga lappirnar í málinu mun Einar Freyr næst snúa sér til lögreglu með málið. „Þarna er gömul þjóðleið í gegnum Heiðardalinn. Mýrdalshreppur á land þar fyrir innan, inni á heiðum. Ég er ekki tilbúinn að una þeim skilaboðum að þarna megi ekki fara um,“ segir Einar Freyr.Sagði eitt en gerir annað Vísir birti athyglisvert viðtal við Lamprecht í febrúar árið 2013 sem oddvitinn segir athyglisvert fyrir margra hluta sakir. „Þar talar hann meðal annars um að allir séu velkomnir að fara um hans land, gerir engar athugasemdir um það. Talar að vísu um einhverja freka íslenska jeppakalla sem vaða yfir allt, en þessi skilti eru athyglisverð í ljósi þeirra ummæla.“Skiltin sem oddvitinn telur fela í sér óskemmtileg skilaboð. Ef Vegagerðin dregur lappirnar meira en orðið er í málinu mun hann leita til lögreglu.Einar FreyrEinar Freyr vill meina að allt annað hafi komið uppúr dúrnum og þó ekki sé beinlínis hægt að tala um urg í Mýrdalshreppi vegna Svisslendingsins, þá sé óhætt að segja að þar hafi menn orðið fyrir vonbrigðum því ekkert hefur orðið úr frómum fyrirheitum hins auðuga Lamprechts sem hafði uppi orð um talsverða uppbyggingu í byggðarlaginu, svo sem þeirri að koma upp fiskeldi þar sem ekkert hefur orðið af.Ömurleg skilaboð „Ég held að óhætt sé að segja að menn séu vonsviknir að ekkert hafi gengið eftir um uppbyggingaráform. Og margir eru ósáttir við þessar merkingar. Og þá þau skilaboð sem þessar merkingar gefa. Flestir sveitunga minna virða þessar merkingar að vettugi en þessi skilaboð eru leiðinleg. Þetta er prinsippmál.“Einar Freyr er oddviti í Mýrdalshreppi og hann vinnur nú að því að skilti auðkýfingsins verði fjarlægð.En, samkvæmt fornum lögum er landeigendum það ekki heimilt að meina mönnum að fara um lönd sín. Gætir þú ekki sem oddviti tekið þessi skilti niður?„Ég veit ekki hversu vel færi á því ef ég mætti þarna sjálfur á traktornum og kippti þessu upp. En ég er sannarlega að beita mér í málinu.“ Einar Freyr segir að Rudolph Lamprecht hafi látið planta trjám í landi sínu og rifið hús sem þarna voru. Þar standi nú aðeins sumarhús auðkýfingsins. Oddvitinn bendir á að þegar Lamprecht keypti jörðina hafi aðstæður verið aðrar og jarðar á undirverði, uppúr aldamótum. Landslagið er öðru vísi nú á fasteignamarkaði á Suðurlandi en þar hefur orðið sprenging, mest fjölgun íbúa á landinu öllu sé litið til höfðatölu, nokkuð sem fylgt hefur auknum straumi ferðamanna um svæðið. Jarðakaup útlendinga Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00 Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík Svissneskur auðmaður hefur fest kaup á öllum jörðum umhverfis Heiðarvatn og Vatnsá í Mýrdal. Fjárfesting hans nemur nú þegar um hálfum milljarði. Skiptar skoðanir eru um umsvifin og veiðimenn eru sárreiðir vegna kaupanna. 16. apríl 2007 06:45 Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum. 15. október 2009 06:30 Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht á nú allan Heiðardal við Mýrdal og jarðir í Álftafirði. Hann hefur staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt í Heiðardal og vill endurheimta votlendi. Hann segir náttúruvernd hafa rekið hann til að eyða stórfé í íslenskt land. 16. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Einar Freyr Elínarsson oddviti Mýrdalshrepps er óhress með framgöngu svissneska auðkýfingsins Rudolps Walthers Lamprechts, í sinni sveit. Lamprecht keypti Heiðardalinn, jörð sem telst mikil náttúruperla en hann hefur haft tilburði í þá átt að meina mönnum að fara þar um sín lönd. Skilti sem sett hefur verið upp að undirlagi Lamprechts fer fyrir brjóst oddvitans og vill hann að þær merkingar verði umsvifalaust teknar niður. Bændablaðið greindi frá þessu í morgun.Vegagerðin dregur lappirnar Einar Freyr segir, í samtali við Vísi, að hann bíði nú eftir svari við erindi sínu til Vegagerðarinnar, það er endanlegu svari, en oddvitinn hefur beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að láti til sín taka og fjarlægi merkingarnar.Oddviti Mýrdalshrepps segir Rudolp Walther Lamprecht hafi haft uppi ýmis fróm fyrirheit sem ekkert hafi orðið úr.visir/pjetur„Þeir töldu þetta ekki vera á sinni könnu vegna þess að vegurinn var tekinn af vegaskrá 2013. Þrátt fyrir mótmæli sveitarstjórnar,“ segir Einar Freyr. Ef Vegagerðin vill draga lappirnar í málinu mun Einar Freyr næst snúa sér til lögreglu með málið. „Þarna er gömul þjóðleið í gegnum Heiðardalinn. Mýrdalshreppur á land þar fyrir innan, inni á heiðum. Ég er ekki tilbúinn að una þeim skilaboðum að þarna megi ekki fara um,“ segir Einar Freyr.Sagði eitt en gerir annað Vísir birti athyglisvert viðtal við Lamprecht í febrúar árið 2013 sem oddvitinn segir athyglisvert fyrir margra hluta sakir. „Þar talar hann meðal annars um að allir séu velkomnir að fara um hans land, gerir engar athugasemdir um það. Talar að vísu um einhverja freka íslenska jeppakalla sem vaða yfir allt, en þessi skilti eru athyglisverð í ljósi þeirra ummæla.“Skiltin sem oddvitinn telur fela í sér óskemmtileg skilaboð. Ef Vegagerðin dregur lappirnar meira en orðið er í málinu mun hann leita til lögreglu.Einar FreyrEinar Freyr vill meina að allt annað hafi komið uppúr dúrnum og þó ekki sé beinlínis hægt að tala um urg í Mýrdalshreppi vegna Svisslendingsins, þá sé óhætt að segja að þar hafi menn orðið fyrir vonbrigðum því ekkert hefur orðið úr frómum fyrirheitum hins auðuga Lamprechts sem hafði uppi orð um talsverða uppbyggingu í byggðarlaginu, svo sem þeirri að koma upp fiskeldi þar sem ekkert hefur orðið af.Ömurleg skilaboð „Ég held að óhætt sé að segja að menn séu vonsviknir að ekkert hafi gengið eftir um uppbyggingaráform. Og margir eru ósáttir við þessar merkingar. Og þá þau skilaboð sem þessar merkingar gefa. Flestir sveitunga minna virða þessar merkingar að vettugi en þessi skilaboð eru leiðinleg. Þetta er prinsippmál.“Einar Freyr er oddviti í Mýrdalshreppi og hann vinnur nú að því að skilti auðkýfingsins verði fjarlægð.En, samkvæmt fornum lögum er landeigendum það ekki heimilt að meina mönnum að fara um lönd sín. Gætir þú ekki sem oddviti tekið þessi skilti niður?„Ég veit ekki hversu vel færi á því ef ég mætti þarna sjálfur á traktornum og kippti þessu upp. En ég er sannarlega að beita mér í málinu.“ Einar Freyr segir að Rudolph Lamprecht hafi látið planta trjám í landi sínu og rifið hús sem þarna voru. Þar standi nú aðeins sumarhús auðkýfingsins. Oddvitinn bendir á að þegar Lamprecht keypti jörðina hafi aðstæður verið aðrar og jarðar á undirverði, uppúr aldamótum. Landslagið er öðru vísi nú á fasteignamarkaði á Suðurlandi en þar hefur orðið sprenging, mest fjölgun íbúa á landinu öllu sé litið til höfðatölu, nokkuð sem fylgt hefur auknum straumi ferðamanna um svæðið.
Jarðakaup útlendinga Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00 Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík Svissneskur auðmaður hefur fest kaup á öllum jörðum umhverfis Heiðarvatn og Vatnsá í Mýrdal. Fjárfesting hans nemur nú þegar um hálfum milljarði. Skiptar skoðanir eru um umsvifin og veiðimenn eru sárreiðir vegna kaupanna. 16. apríl 2007 06:45 Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum. 15. október 2009 06:30 Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht á nú allan Heiðardal við Mýrdal og jarðir í Álftafirði. Hann hefur staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt í Heiðardal og vill endurheimta votlendi. Hann segir náttúruvernd hafa rekið hann til að eyða stórfé í íslenskt land. 16. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fasteignamat lögbýla 121 milljarður Kind er kind er kind og sullur er sullur er sullur segir í ágætri bók. Það er hins vegar ekki svo að jörð sé jörð sé jörð. Jarðirnar eru mjög misstórar, að ekki sé nú talað um verðmætar. 15. febrúar 2013 06:00
Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík Svissneskur auðmaður hefur fest kaup á öllum jörðum umhverfis Heiðarvatn og Vatnsá í Mýrdal. Fjárfesting hans nemur nú þegar um hálfum milljarði. Skiptar skoðanir eru um umsvifin og veiðimenn eru sárreiðir vegna kaupanna. 16. apríl 2007 06:45
Lamprecht vill eiga allan Geithellnadal Félagið Heiðarlax hyggur á fiskirækt í Geithellnadal í Álftafirði og hefur í því skyni fest kaup á öllum jörðum sem falar hafa reynst í dalnum. 15. október 2009 06:30
Reglur vantar um jarðnot á Íslandi Svisslendingurinn Rudolph Walter Lamprecht á nú allan Heiðardal við Mýrdal og jarðir í Álftafirði. Hann hefur staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt í Heiðardal og vill endurheimta votlendi. Hann segir náttúruvernd hafa rekið hann til að eyða stórfé í íslenskt land. 16. febrúar 2013 06:00