Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:41 Grímkell Sigurþórsson, Ed Sheeran, Gilbert Guðjónsson og Sigurður Gilbertsson í búðinni á Laugavegi í dag. Mynd/JS Watch Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02