Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: „Verð að biðja hann afsökunar“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:27 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45