Körfubolti

Gaf bláfátækri konu út á götu meira en milljón í seðlum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden.
James Harden. Getty/Tim Warner
NBA-stórstjarnan James Harden var afar rausnarlegur á dögunum þegar hann sjá fátæka konu með fjölskyldu sinni. Konan átti erfitt og var í vandræðum með að fæða fjölskyldu sína.

Harden var staddur í sumarfríi á Bahamaeyjum þegar hann sá konuna sem var að reyna að veiða sér í matinn ásamt fjölskyldumeðlimum sínum.

James Harden tók upp seðlabunka með tíu þúsund dollurum og lét konuna fá. Hún hefur líklega aldrei áður séð svo mikinn pening en þetta eru ein milljón og 229 þúsund í íslenskum krónum.

Hún tjáði honum að hún ætti í alvöru í miklum erfiðleikum og þakkaði Harden mikið fyrir.

Félagi James Harden birti myndband af þessu og hrósaði sínum manni. ESPN sagði frá þessu myndbandi og gjöf Harden eins og sjá má hér fyrir neðan.





Sá sem tók upp myndbandið var Troy Payne, sem er fyrrum NBA-leikmaður og nú markaðsstjóri hjá Adidas.

Harden er þekktur fyrir að gefa af sér og styður bak við krakka í erfiðri stöðu í gegnum góðgerðasamtökin sín 3thehardenway

James Harden er heldur betur í stöðu til að gefa pening. Hann var með 30,4 milljónir Bandaríkjadala í laun frá Houston Rockets fyrir 2018-19 tímabilið eða meira en 3,7 milljarða íslenskra króna. Launin hækka síðan upp í 37,8 milljónir á næstu leiktíð sem gera meira en 4,6 milljarða í íslenskum krónum.

Harden verður þrítugur seinna í þessum mánuði. Á síðustu leiktíð í NBA var hann langstigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 36,1 stig í leik en hann gaf einnig 7,5 stoðsendingar og tók 6,6 fráköst í leik. Harden var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2017-18.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×