Leikmenn Real Madrid keppast við að reyna að sannfæra Neymar um að færa sig um set til Spánar. Neymar hefur verið ítrekað orðaður í burtu frá Paris Saint-Germain í sumar.
Yfirmaður íþróttamála hjá PSG hefur sagt að Neymar sé falur fyrir rétta uppphæð og eiga bæði Barcelona og Real Madrid í samningaviðræðum um möguleg kaup á Brasilíumanninum.
Endurkoma til Barcelona hefur verið talin líklegust en keppinautarnir í Real hafa gert sig líklega að næla í Neymar undan farið, sérstaklega í ljósi þess að samband þeirra sem ráða hjá Barcelona og PSG er ekki sérlega gott eftir söluna á Neymar fyrir tveimur árum.
Samkvæmt ESPN hafa leikmenn Real Madrid verið duglegir við að hringja í Neymar og láta hann vita að honum verði tekið með opnum örmum á Santiago Bernabeu.
Það er hins vegar talið ólíklegt að Real geti fundið 222 milljónir evra í rassvasanum til þess að borga fyrir Neymar.
Til þess að bæta aðeins í peningasjóðinn þyrfti Real að ná að losa sig við Gareth Bale og James Rodriguez.
Keppni í La Liga hefst um næstu helgi þar sem Real Madrid sækir Celta Vigo heim í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 laugardaginn 17. ágúst.
Leikmenn Real biðja Neymar um að koma til Madrid

Tengdar fréttir

PSG staðfestir að félagaskipti Neymar séu „komin lengra en áður“
PSG hefur nú staðfest að brasilíska stórstjarnan, Neymar, gæti verið á leiðinni frá félaginu og að frönsku meistararnir séu í viðræðum við önnur félög.

Tuchel skilur gremju stuðningsmanna PSG í garð Neymar
Sá þýski er á báðum áttum hvað Neymar varðar.

Barcelona orðið þreytt á „óþarflega erfiðum“ forráðamönnum PSG í Neymar-málinu
Sagan endalausa um Neymar heldur áfram.