Pepsi Max mörkin: „Óíþróttamannslegt hjá Castillion“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 10:30 Geoffrey Castillion verður ekki með Fylki í næsta leik vísir/daníel Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira