Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2019 20:30 Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps. Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps.
Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29
Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34