Þróttur skoraði sjö mörk í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2019 21:57 Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt í Kópavoginum. mynd/þróttur Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þróttur R. og FH, efstu lið Inkasso-deildar kvenna, unnu bæði sína leiki í kvöld. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að þau leiki í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili. Þróttur rúllaði yfir Augnablik, 1-7, á Kópavogsvelli. Þetta er í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem Þróttarar skora sjö mörk. Þeir hafa unnið sex leiki í röð og eru með eins stigs forskot á FH-inga á toppi deildarinnar. Margrét Sveinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og Lauren Wade, Andrea Rut Bjarnadóttir, Jelena Tinna Kujundzic, Linda Líf Boama og Katrín Rut Kvaran sitt markið hver. Þróttarar hafa skorað langflest mörk allra í deildinni, eða 56 í 13 leikjum. Ásta Árnadóttir, fyrrverandi landsliðskona, skoraði mark Augnabliks sem er 8. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá fallsæti. FH lagði Grindavík að velli, 3-0, í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoruðu mörk FH-inga sem eru í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Þrótturum. Grindvíkingar, sem hafa ekki unnið í sjö leikjum í röð, eru í 7. sætinu með 14 stig. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs vann Tindastóll Fjölni, 0-1, á útivelli. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir. Hún er næstmarkahæst í deildinni með 15 mörk. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, tíu stigum á eftir FH. Fjölnir er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig. Sierra Marie Lelii skoraði tvö mörk þegar Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 2-3. Vienna Behnke var einnig á skotskónum hjá Haukum sem eru komnir upp í 4. sætið eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Darian Powell skoruðu mörk Mosfellinga sem eru í 5. sæti deildarinnar. Þá vann ÍA 1-0 sigur á botnliði ÍR á Akranesi. Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði eina mark leiksins á 55. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Skagakvenna síðan 19. júní. Þær eru með 16 stig í 6. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru enn með sitt eina stig á botninum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira