Disney-toppar hafa verulegar áhyggjur af nýrri Hitlers-ádeilu Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2019 10:36 Taika Waititi fer sjálfur með hlutverk Hitlers í myndinni. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna. Disney Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney hefur miklar áhyggjur af því að nýjasta mynd ný-sjálenska leikstjórans Taika Waititi muni fæla aðdáendur frá myndum fyrirtækisins. Um er að ræða háðsádeiluverkið Jojo Rabbit sem segir frá ungum dreng sem á Adolf Hitler sem ímyndaðan vin. Drengurinn ber nafnið JoJo og gerist myndin í seinni heimsstyrjöldinni. Hann tilheyrir Hitlers-æskunni í Þýskalandi en heimssýn hans er umturnað þegar hann kemst að því að móðir hans, leikin af Scarlett Johansson, felur unga stúlku af gyðingaættum á heimili þeirra Waititi er leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Thor: Ragnarok og hefur verið ráðinn til að leikstýra næstu Thor-mynd sem hefur fengið heitið Love and Thunder. Báðar eru framleiddar af Disney. Bandaríska myndverið Fox Searchlight gefur út JoJo Rabbit en Disney keypti nýverið Fox sem á Searchlight- myndverið og eignaðist því útgáfurétt allra myndanna sem þaðan koma.Roman Griffin Davie, Scarlett Johansson og Taika Waititi á tökustað myndarinnar.Greint er frá því á vef Variety að topparnir hjá Disney hafi fengið að sjá JoJo Rabbit nýlega og að einn þeirra hafi ákveðið að lýsa yfir áhyggjum sínum þegar myndin var aðeins hálfnuð. Variety hefur eftir heimildarmönnum sínum að þessi yfirmaður hafi ekki bara haft áhyggjur af því að efnistök myndarinnar ættu eftir að valda mögulegum skaða, heldur einnig að myndin hafi fært styrkari stoðir undir efasemdir hans þess efnis að myndasafn Fox-myndversins ætti vart heima undir merkjum Disney, sem hefur hingað til verið þekkt fyrir fjölskylduvænar myndir. Áhyggjur yfirmanna Disney snúa ekki bara að efnistökum Fox-myndanna. Nokkrum stórmyndum Fox hefur gengið afar illa í sumar eftir að Disney eignaðist myndverið og hefur hagnaðurinn verið undir því sem hann áður var og langt undir væntingum Disney-manna.
Disney Hollywood Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein