Hugleiðing um mögulega rökvillu Ástþór Ólafsson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar