Zara Larsson kom vitavörðum á óvart á Akranesi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 21:17 Zara Larsson þenur hér raddböndin í Akranesvita (t.h.). Hún var ánægð með hljómburðinn. Mynd/Samsett Sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina, skellti sér í ferðalag um Ísland eftir seinni tónleika Sheerans á sunnudag. Larsson hefur m.a. komið við í Akranesvita, skoðað Skógafoss og kannað Snæfellsnes.Sjá einnig: Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Larsson hefur verið iðin við að birta myndir og myndbönd úr ferðalaginu á Instagram, þar sem um sex milljónir fylgja henni. Eftir partístand helgarinnar, þar sem Larsson og hljómsveit hennar buðu Sheeran og fylgdarliði til veislu, hélt hún út á land. Hún kannaði Suðurland í gær og í dag hélt hún vestur á bóginn og kíkti bæði út á Akranes og Snæfellsnes. „Fann vita á Íslandi með góðum hljómburði. Njótið nasanna á mér,“ skrifaði Larsson við myndband sem hún birti af sér að þenja raddböndin í Akranesvita í dag. View this post on InstagramFound a lighthouse in iceland with good acoustics. Enjoy my nostrils A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Aug 14, 2019 at 4:48am PDT Forstöðumenn Akranesvita birtu jafnframt sjálfir myndband af því þegar Larsson brast í söng í vitanum. Myndbandið má sjá hér að neðan.Þá smelltu þeir einnig mynd af henni við vitann í dag, þar sem hún kom í för með móður sinni. Á þeim tímapunkti voru starfsmenn vitans þó ekki meðvitaðir um að þar færi heimsfræg söngkona. „Í dag kom sænsk söngkona í Akranesvitann með móður sinni. Þær mæðgur eru búsettar í Stokkhólmi. Þeim fannst hljómburður vitans alveg ótrulega flottur og hver veit nema að þær eigi eftir að heimsækja vitann einhvern tímann aftur,“ er skrifað undir myndina á Facebook-síðu vitans.Sjá einnig: Launin fóru niður en lífsgæðin upp Vísir ræddi við Hilmar Sigvaldason vitavörð í Akranesvita í fyrra. Hann sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok árs 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum. Viðtalið við Hilmar má lesa hér.Larsson og móðir hennar við Akranesvita.Mynd/AkranesvitiLarsson er 21 árs og hefur slegið í gegn um allan heim með slögurum á borð við Symphony, Lush Life og Ain‘t My Fault. Larsson er sannkallaður Íslandsvinur en hún hélt tónleika hér á landi árið 2017. Þá er tónlistarmyndbandið við lag hennar Never Forget You tekið upp á Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan.Og hér að neðan má sjá fleiri myndir úr ferðalagi Larsson.Í kvöldsólinni í stuðlaberginu.Instagram/@zaralarssonSöngkonan kíkti inn í Hallgrímskirkju, sem skartar regnbogalitum í tilefni Hinsegindaga.instagram/@zaralarssonLarsson við rammíslenskan læk.instagram/@zaralarsson Akranes Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Tónlist Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina, skellti sér í ferðalag um Ísland eftir seinni tónleika Sheerans á sunnudag. Larsson hefur m.a. komið við í Akranesvita, skoðað Skógafoss og kannað Snæfellsnes.Sjá einnig: Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Larsson hefur verið iðin við að birta myndir og myndbönd úr ferðalaginu á Instagram, þar sem um sex milljónir fylgja henni. Eftir partístand helgarinnar, þar sem Larsson og hljómsveit hennar buðu Sheeran og fylgdarliði til veislu, hélt hún út á land. Hún kannaði Suðurland í gær og í dag hélt hún vestur á bóginn og kíkti bæði út á Akranes og Snæfellsnes. „Fann vita á Íslandi með góðum hljómburði. Njótið nasanna á mér,“ skrifaði Larsson við myndband sem hún birti af sér að þenja raddböndin í Akranesvita í dag. View this post on InstagramFound a lighthouse in iceland with good acoustics. Enjoy my nostrils A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Aug 14, 2019 at 4:48am PDT Forstöðumenn Akranesvita birtu jafnframt sjálfir myndband af því þegar Larsson brast í söng í vitanum. Myndbandið má sjá hér að neðan.Þá smelltu þeir einnig mynd af henni við vitann í dag, þar sem hún kom í för með móður sinni. Á þeim tímapunkti voru starfsmenn vitans þó ekki meðvitaðir um að þar færi heimsfræg söngkona. „Í dag kom sænsk söngkona í Akranesvitann með móður sinni. Þær mæðgur eru búsettar í Stokkhólmi. Þeim fannst hljómburður vitans alveg ótrulega flottur og hver veit nema að þær eigi eftir að heimsækja vitann einhvern tímann aftur,“ er skrifað undir myndina á Facebook-síðu vitans.Sjá einnig: Launin fóru niður en lífsgæðin upp Vísir ræddi við Hilmar Sigvaldason vitavörð í Akranesvita í fyrra. Hann sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok árs 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum. Viðtalið við Hilmar má lesa hér.Larsson og móðir hennar við Akranesvita.Mynd/AkranesvitiLarsson er 21 árs og hefur slegið í gegn um allan heim með slögurum á borð við Symphony, Lush Life og Ain‘t My Fault. Larsson er sannkallaður Íslandsvinur en hún hélt tónleika hér á landi árið 2017. Þá er tónlistarmyndbandið við lag hennar Never Forget You tekið upp á Íslandi. Myndbandið má sjá hér að neðan.Og hér að neðan má sjá fleiri myndir úr ferðalagi Larsson.Í kvöldsólinni í stuðlaberginu.Instagram/@zaralarssonSöngkonan kíkti inn í Hallgrímskirkju, sem skartar regnbogalitum í tilefni Hinsegindaga.instagram/@zaralarssonLarsson við rammíslenskan læk.instagram/@zaralarsson
Akranes Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Tónlist Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið Einkakokkur Eds Sheeran, Josh Harte, og söngkonan Zara Larsson heimsóttu eftir tvenna tónleika höfuðstöðvar Matís ohf. til að fræðast um hefðbundin og ný íslensk matvæli og framtíð í matvælagerð með þrívíddarprentun matvæla og sýndarveruleika. Heimsóknin átti sér stað eftir tvenna tónleika sem Sheeran hélt hér á landi. Larsson var á meðal þeirra sem hituðu upp fyrir kappann. 14. ágúst 2019 15:39