Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:20 Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. Wiki commons Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49