Rekstrarráð fyrir þrælahaldara Þórlindur Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Daglegar áskoranir bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja nítjándu öld voru að mörgu leyti svipaðar því sem atvinnurekendur og athafnafólk hefur glímt við frá ómunatíð. Þeir kappkostuðu að nýta fjárfestingu sína sem best til þess að sjá markaðnum fyrir vörum og þjónustu sem eftirspurn var eftir. Ekkert skrýtið við það. Eins og nærri má geta voru uppi meðal þeirra ýmsar kenningar um hvernig skynsamlegast væri að haga framleiðsluþáttum til þess að ná sem bestum árangri í búrekstrinum. Og rétt eins og algengt er enn í dag höfðu framtakssamir bændur mikinn áhuga á að kynna sér sem best allar nýjar hugmyndir. Það leiddi til þess að gefin voru út tímarit þar sem fjallað var um helstu viðfangsefni búrekstrarins og bæði ráðgjafar og sölufólk gat komið nýjungum sínum, vörum og þjónustu á framfæri. Svona heimildir, sem skrifaðar eru beint inn í samtímann, geta veitt ómetanlega innsýn inn í horfna tíma.Hagfelldur þrælarekstur Fyrir skemmstu fann ég á bókasafni í Bandaríkjunum útdrátt úr bændablaði frá þessum tíma; safn greina frá árunum í kringum 1850. Ásamt áhugaverðum vangaveltum um ræktarland, skepnuhald og þróun markaða var þar vitaskuld að finna ítarlega umfjöllun um hvernig skynsamir bændur gætu náð sem hagkvæmastri nýtingu út úr fjárfestingu sinni í afrískættuðum þrælum. Þrælarnir þóttu vera algjör forsenda þeirrar tegundar landbúnaðar sem stundaður var á þeim slóðum allt frá því að fyrstu þrælaskipin komu árið 1619 og fram að þeim degi þegar þrælahald var aflagt við lok Þrælastríðsins bandaríska árið 1865. Í næstum 250 ár byggðist hagkerfi Suðurríkja Bandaríkjanna á því að landeigendur mættu eiga manneskjur til nýtingar í rekstri sínum. Nú til dags er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem eignarréttur einstaklings yfir annarri manneskju er álitinn eðlilegur hluti af gangverki hagkerfisins. Hugmyndin sjálf er ógeðsleg. Að manneskjur séu keyptar, seldar, hlekkjaðar, barðar til hlýðni, kaghýddar í refsiskyni og þeim ráðstafað eins og viljalausum verkfærum er í huga okkar flestra algjörlega óhugsandi og viðbjóðslegt. En raunveruleikinn er að ekki eru nema tveir mannsaldrar síðan þrælahald var raunveruleiki milljóna manna í sjálfu „landi frelsisins“. Engar efasemdir Þegar horft er aftur til þess tíma þegar landbúnaðartímaritin voru gefin út í er auðvelt og notalegt að gera sér í hugarlund að á þeim tíma—aðeins einum áratug áður en Þrælastríðið skall á—hafi verið farið að molna verulega undan stuðningi við þá hugmynd að þrælahald sé á nokkurn hátt eðlilegt ástand. Allir hljóta þá að hafa séð í hvað stefndi. Engir aðrir en rótspilltir gróðafíklar og illmenni gætu hafa látið sér detta í hug eitthvað annað en að tími þrælahaldsins væri að líða undir lok. Eftir á að hyggja er nefnilega alveg einstaklega auðvelt að spá fyrir um að þrælahaldið í Suðurríkjunum væri á undanhaldi einmitt á þessum tíma. Engar slíkar hugsanir eða efasemdir er að finna í skrifum bændanna. Þeir skrifast á um eðlilega stærð kofa undir þrælafjölskyldur, gauka góðum ráðum hver að öðrum um næringu, heilbrigðisgæslu, fangelsun, hýðingar, tónlistarskemmtanir, ástarlíf, vinnuskipulag, klæðnað, borðbúnað, salernisaðstöðu og fleira sem góður bóndi þurfti að gefa gaum ef hann ætlaði sér að hagnast á rekstrinum. Það stingur ekki síst í augu hvernig hið fyrirlitlega og ómanneskjulega fyrirkomulag virðist algjörlega sjálfsagt í hugum þeirra sem um það fjalla. Ef einhver hefði hermt mannvonsku upp á bændurna hefði það án vafa komið þeim algjörlega í opna skjöldu eins og ef saklaus maður væri ásakaður um viðbjóðslegan glæp. Og eflaust hefði verið hægt að eiga mjög kurteisisleg og vingjarnleg samskipti við þessa ágætu bændur, svo lengi sem enginn asnaðist til að fara að þykjast hafa vit á rekstrinum þeirra. Afskiptasemi Bændurnir ráðhollu voru reyndar meðvitaðir um að „fyrir norðan“ væri afskiptasamt fólk með hugmyndir um lifnaðarhætti suðursins. Allt það er hins vegar afskrifað með þjósti. „Það er óumdeild staðreynd að ef komið er fram af alúð við blökkumanninn og honum fengin viðeigandi verkefni og hann frelsaður undan sjálfstæðri hugsun og þeirri ábyrgð sem fylgir því að þurfa að sjá fyrir sjálfum sér þá er hann miklum mun hamingjusamari en ef hann væri leystur undan þrældómi en dæmdur til að hugsa og hegða sér sjálfstætt,“ segir einn bóndinn. Annar pistlahöfundur fer hamförum af fyrirlitningu í garð þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds, og gengur svo langt að segja að „hinar tryllingslegu öfgar“ þeirra séu í raun farnar að gagnast málstað þrælahaldaranna. Það mátti eflaust ræða málefnalega um þrælahaldið og lagfæra það, en bara ekki vera með neinar öfgar eins og að gefa fólkinu í hlekkjunum frelsi. Þetta öfgafólk hefur sennilega verið „góða fólk“ síns tíma; týpur sem myndu drekka soja-latte úr endurvinnanlegum götumálum frá Kaffivest, ferðast um á reiðhjóli eða rafbíl og klæðast umhverfishlutlausum veganyfirhöfnum frá Patagonia. Góða fólkið En það var samt vandinn við „góða fólkið“ að það gat ekki komist hjá því að njóta góðs af þrælahaldinu. Ef baðmullin og tóbakið lækkaði í verði þá glöddust allir en reiddust ef það hækkaði. Þetta var raunveruleikinn sem óðalsbændurnir voru meðvitaðir um en „góða fólkið“ síður. Kostnaðurinn við ódýra vefnaðarvöru og tóbak var nefnilega ekki allur mældur í dollurum og sentum, heldur líka í blóðinu sem draup af baki þrælanna sem ekki unnu nógu hratt fyrir smekk verkstjóranna. Frjáls markaður er ein stórkostlegasta uppfinning í hugmyndasögu mannsins en það er ekki fyrr en á síðustu örfáu öldum og áratugum að sæmilega stór hluti fólks hefur getað notið góðs of honum. Þetta hefur ótrúlegum framförum í lífsgæðum og lífshamingju mannkyns, en samt sem áður er enn til staðar rík tilhneiging til þess að láta það umlíðast að þægindi eins séu greidd með þjáningum annars. Umræða um réttindi launafólks, mansal og aðbúnað starfsmanna alþjóðlegra framleiðslurisa er þess vegna ekki bara málefni sem vinstri menn og „góða fólkið“ ættu að hafa á oddinum. Það er kannski einmitt mikilvægast fyrir fylgismenn markaðsfrelsisins að passa upp á að heilbrigð von til hagnaðar fái ekki að úrkynjast og verða að siðlausri græðgisblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Daglegar áskoranir bænda í Suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja nítjándu öld voru að mörgu leyti svipaðar því sem atvinnurekendur og athafnafólk hefur glímt við frá ómunatíð. Þeir kappkostuðu að nýta fjárfestingu sína sem best til þess að sjá markaðnum fyrir vörum og þjónustu sem eftirspurn var eftir. Ekkert skrýtið við það. Eins og nærri má geta voru uppi meðal þeirra ýmsar kenningar um hvernig skynsamlegast væri að haga framleiðsluþáttum til þess að ná sem bestum árangri í búrekstrinum. Og rétt eins og algengt er enn í dag höfðu framtakssamir bændur mikinn áhuga á að kynna sér sem best allar nýjar hugmyndir. Það leiddi til þess að gefin voru út tímarit þar sem fjallað var um helstu viðfangsefni búrekstrarins og bæði ráðgjafar og sölufólk gat komið nýjungum sínum, vörum og þjónustu á framfæri. Svona heimildir, sem skrifaðar eru beint inn í samtímann, geta veitt ómetanlega innsýn inn í horfna tíma.Hagfelldur þrælarekstur Fyrir skemmstu fann ég á bókasafni í Bandaríkjunum útdrátt úr bændablaði frá þessum tíma; safn greina frá árunum í kringum 1850. Ásamt áhugaverðum vangaveltum um ræktarland, skepnuhald og þróun markaða var þar vitaskuld að finna ítarlega umfjöllun um hvernig skynsamir bændur gætu náð sem hagkvæmastri nýtingu út úr fjárfestingu sinni í afrískættuðum þrælum. Þrælarnir þóttu vera algjör forsenda þeirrar tegundar landbúnaðar sem stundaður var á þeim slóðum allt frá því að fyrstu þrælaskipin komu árið 1619 og fram að þeim degi þegar þrælahald var aflagt við lok Þrælastríðsins bandaríska árið 1865. Í næstum 250 ár byggðist hagkerfi Suðurríkja Bandaríkjanna á því að landeigendur mættu eiga manneskjur til nýtingar í rekstri sínum. Nú til dags er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem eignarréttur einstaklings yfir annarri manneskju er álitinn eðlilegur hluti af gangverki hagkerfisins. Hugmyndin sjálf er ógeðsleg. Að manneskjur séu keyptar, seldar, hlekkjaðar, barðar til hlýðni, kaghýddar í refsiskyni og þeim ráðstafað eins og viljalausum verkfærum er í huga okkar flestra algjörlega óhugsandi og viðbjóðslegt. En raunveruleikinn er að ekki eru nema tveir mannsaldrar síðan þrælahald var raunveruleiki milljóna manna í sjálfu „landi frelsisins“. Engar efasemdir Þegar horft er aftur til þess tíma þegar landbúnaðartímaritin voru gefin út í er auðvelt og notalegt að gera sér í hugarlund að á þeim tíma—aðeins einum áratug áður en Þrælastríðið skall á—hafi verið farið að molna verulega undan stuðningi við þá hugmynd að þrælahald sé á nokkurn hátt eðlilegt ástand. Allir hljóta þá að hafa séð í hvað stefndi. Engir aðrir en rótspilltir gróðafíklar og illmenni gætu hafa látið sér detta í hug eitthvað annað en að tími þrælahaldsins væri að líða undir lok. Eftir á að hyggja er nefnilega alveg einstaklega auðvelt að spá fyrir um að þrælahaldið í Suðurríkjunum væri á undanhaldi einmitt á þessum tíma. Engar slíkar hugsanir eða efasemdir er að finna í skrifum bændanna. Þeir skrifast á um eðlilega stærð kofa undir þrælafjölskyldur, gauka góðum ráðum hver að öðrum um næringu, heilbrigðisgæslu, fangelsun, hýðingar, tónlistarskemmtanir, ástarlíf, vinnuskipulag, klæðnað, borðbúnað, salernisaðstöðu og fleira sem góður bóndi þurfti að gefa gaum ef hann ætlaði sér að hagnast á rekstrinum. Það stingur ekki síst í augu hvernig hið fyrirlitlega og ómanneskjulega fyrirkomulag virðist algjörlega sjálfsagt í hugum þeirra sem um það fjalla. Ef einhver hefði hermt mannvonsku upp á bændurna hefði það án vafa komið þeim algjörlega í opna skjöldu eins og ef saklaus maður væri ásakaður um viðbjóðslegan glæp. Og eflaust hefði verið hægt að eiga mjög kurteisisleg og vingjarnleg samskipti við þessa ágætu bændur, svo lengi sem enginn asnaðist til að fara að þykjast hafa vit á rekstrinum þeirra. Afskiptasemi Bændurnir ráðhollu voru reyndar meðvitaðir um að „fyrir norðan“ væri afskiptasamt fólk með hugmyndir um lifnaðarhætti suðursins. Allt það er hins vegar afskrifað með þjósti. „Það er óumdeild staðreynd að ef komið er fram af alúð við blökkumanninn og honum fengin viðeigandi verkefni og hann frelsaður undan sjálfstæðri hugsun og þeirri ábyrgð sem fylgir því að þurfa að sjá fyrir sjálfum sér þá er hann miklum mun hamingjusamari en ef hann væri leystur undan þrældómi en dæmdur til að hugsa og hegða sér sjálfstætt,“ segir einn bóndinn. Annar pistlahöfundur fer hamförum af fyrirlitningu í garð þeirra sem börðust fyrir afnámi þrælahalds, og gengur svo langt að segja að „hinar tryllingslegu öfgar“ þeirra séu í raun farnar að gagnast málstað þrælahaldaranna. Það mátti eflaust ræða málefnalega um þrælahaldið og lagfæra það, en bara ekki vera með neinar öfgar eins og að gefa fólkinu í hlekkjunum frelsi. Þetta öfgafólk hefur sennilega verið „góða fólk“ síns tíma; týpur sem myndu drekka soja-latte úr endurvinnanlegum götumálum frá Kaffivest, ferðast um á reiðhjóli eða rafbíl og klæðast umhverfishlutlausum veganyfirhöfnum frá Patagonia. Góða fólkið En það var samt vandinn við „góða fólkið“ að það gat ekki komist hjá því að njóta góðs af þrælahaldinu. Ef baðmullin og tóbakið lækkaði í verði þá glöddust allir en reiddust ef það hækkaði. Þetta var raunveruleikinn sem óðalsbændurnir voru meðvitaðir um en „góða fólkið“ síður. Kostnaðurinn við ódýra vefnaðarvöru og tóbak var nefnilega ekki allur mældur í dollurum og sentum, heldur líka í blóðinu sem draup af baki þrælanna sem ekki unnu nógu hratt fyrir smekk verkstjóranna. Frjáls markaður er ein stórkostlegasta uppfinning í hugmyndasögu mannsins en það er ekki fyrr en á síðustu örfáu öldum og áratugum að sæmilega stór hluti fólks hefur getað notið góðs of honum. Þetta hefur ótrúlegum framförum í lífsgæðum og lífshamingju mannkyns, en samt sem áður er enn til staðar rík tilhneiging til þess að láta það umlíðast að þægindi eins séu greidd með þjáningum annars. Umræða um réttindi launafólks, mansal og aðbúnað starfsmanna alþjóðlegra framleiðslurisa er þess vegna ekki bara málefni sem vinstri menn og „góða fólkið“ ættu að hafa á oddinum. Það er kannski einmitt mikilvægast fyrir fylgismenn markaðsfrelsisins að passa upp á að heilbrigð von til hagnaðar fái ekki að úrkynjast og verða að siðlausri græðgisblindu.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar