Stendur á fimmtugu og fagnar með afmælisbúbli Davíð Stefánsson skrifar 16. ágúst 2019 08:00 Valur hefur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar FBL/ERNIR Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Leikarinn Valur Freyr Einarsson er flestum Íslendingum að góðu kunnur úr ótal bíómyndum, sjónvarpsþáttum og leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann ætlar að fagna með vinum og vandamönnum í tilefni dagsins og bjóða upp Valur Freyr fæddist þann 16. ágúst árið 1969, yngstur fimm bræðra. Fyrstu tvö árin bjó hann í Fossvoginum í Reykjavík en fjölskylda hans flutti síðan í Garðabæ. Eftir grunnskóla fylgdi hann eldri bróður sínum í Menntaskólann í Reykjavík og stefndi á læknisfræði við Háskóla Íslands. En á menntaskólaárunum fékk hann áhuga á íslensku og bókmenntum. Eftir að hafa tekið virkan þátt í Herranótt, leiklistarfélagi MR, fór hugurinn að leita á önnur mið og leiklistin togaði í hann. Á grunnskólaárunum í Flataskóla í Garðabæ lék Valur kotbóndann Jón í leikritinu Gullna hliðið. Það breytti miklu, því þá fékk hann í fyrsta sinn þá tilfinningu að leiklist væri skemmtilegt fyrirbæri. „Við mamma hlustuðum á Útvarpsleikshúsið í útvarpinu öll fimmtudagskvöld og ég sat alveg límdur yfir því,“ segir Valur. Valur nam leiklist við Manchester Metropolitan School of Theatre og útskrifaðist árið 1995. Frá útskrift hefur hann einkum starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann er annar stofnenda CommonNonsense sem hefur framleitt leikhúsverkefni frá árinu 2001, meðal annars verkin Forðist okkur, Tengdó og Dagbók jazzsöngvarans. Meðal verkefna Vals í Borgarleikhúsinu má nefna söngleikinn Litlu hryllingsbúðina, Elsku barn, Tengdó, Dúkkuheimili, Njálu, Mamma Mia!, 1984 og Himnaríki og helvíti. Hann hefur leikstýrt í Þjóðleikhúsinu og skrifað þrjú verk sem hafa verið sýnd í atvinnuleikhúsi. Valur hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og kvikmynda. Má þar nefna Vonarstræti, Undir trénu, Hæ Gosi 3 og Ófærð 2. Auk þess hefur hann talað inn á tugi mynda og sjónvarpsþátta. Í gegnum árin hefur Valur hlotið mörg verðlaun og tilnefningar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í bæði Tengdó og 1984 og árið 2012 var hann valinn leikskáld ársins. Hann hefur einnig hlotið Grímutilnefningar fyrir leik í Heddu Gabler, Dúkkuheimili og einleiknum Allt sem er frábært. „Leiklistin er langhlaup,“ segir Valur. „Maður lærir af mistökum og þroskast, bæði sem manneskja og listamaður. Þetta þarf að fara saman og er mikil vinna. Ekkert er fyrirhafnarlaust.“ Eiginkona Vals er Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona og leikmyndahönnuður. „Við hittumst á nýársdansleik á Borginni sálugu um áramótin 1991 til 1992. Þetta var ást við fyrstu sýn,“ segir Valur og bætir við að sú ást hafi haldið. Þau eiga saman fjögur börn, Sölku 24 ára, Ísak 22 ára, Gretti 17 ára og Grímu 14 ára. Valur segir ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjölskyldu. „Þetta starf veldur stundum álagi á fjölskylduna. Ég er mikið að heiman á kvöldin og um helgar í vinnu, sem reynir á, bæði tilfinningalega og líkamlega,“ segir hann.Hvað með áhugamál? „Þau eru flest tengd listum, leikhúsið, myndlist og tónlist og svo horfir maður á milli fingra sér á Arsenal í enska boltanum. Skíði eru í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni og önnur góð samvera.“Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég verð með 50 ára „afmælisbúbl“ heima ef veður leyfir. Ég er að vonast til að fá vini mína og vandamenn til að skála við mig í tilefni dagsins. Þetta verður afslappaður, brosandi föstudagsbröns með búbli og berjum, kaffi og djús, döðlum og blöðrum en fyrst og fremst frábærum vinum,“ segir afmælisbarnið brosandi.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira