„Segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 14:29 Sveppi er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Úr safni Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson. Leikhús Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur og dagskrárgerðarmaður, oft þekktur sem Sveppi, kemur til með að fara með hlutverk eins þriggja ræningja í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd verður í apríl næstkomandi. Sverrir sagðist í samtali við Vísi spenntur fyrir verkefninu. „Bara einhvern tímann í sumar þá var komið að máli við mig,“ segir Sverrir. Aðspurður hvern ræningjanna hann muni leika, Kasper, Jesper eða Jónatan, þá sagðist hann hreint ekki viss. „Ég þarf nú aðeins að fara að kynna mér þessa gæja,“ segir Sverrir og hlær við. Hann segir uppsetningarferlið alls ekki komið langt á veg, enda enn þá um átta mánuðir í frumsýningu. „Það er eiginlega bara búið að spjalla um þetta.“Langt síðan síðast Aðspurður hvenær Sverrir hafi síðast leikið á sviði segir hann árin orðin þó nokkuð mörg. „Ætli það hafi ekki verið í Gauragangi.“ Gauragangur var sýndur í Þjóðleikhúsinu og var frumsýndur á vormánuðum 2010. Sverrir snýr því aftur á sviðið eftir tæplega tíu ára fjarveru. „Við getum orðað það þannig að ég man ekki hvernig það er að vera upptekinn í leikhúsi hverja helgi.“ Sviðið alltaf heillað Sverrir segir leik á sviði alltaf hafa heillað sig mikið og kveðst spenntur fyrir því að snúa aftur á fjalir leikhússins. „Það hentar mér ótrúlega vel að vera í sýningum sem eru fjölmennar. Mér finnst stemningin skemmtileg. Það er gaman að mæta, fara í búning, gefa fæv og vera hress,“ segir Sverrir og bætir við að í grunnin finnist honum skemmtilegt að leika hlutverk sem koma fólki til þess að hlæja, en það ætti ekki að koma neinum sem þekkir til Sverris og hans verka á óvart. „Það eru einhverjir sem segja kominn tíma á að ég leiki dramatískt hlutverk en það er bara kjaftæði,“ segir Sverrir sem virðist kampakátur með komandi sýningu. „Svo er þetta bara klassískt verk. Það verður ótrúlega gaman að feta í fótspor ræningjanna,“ segir Sverrir. Samkvæmt heimildum Vísis stóð upprunalega til að Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, færi með hlutverk eins ræningja ásamt þeim Hallgrími Ólafssyni og Oddi Júlíussyni. Hann hafi hins vegar þurft að hverfa frá sýningunni og Sverrir að koma inn. Sverrir segir einfalda ástæðu fyrir því, Gói sé upptekinn í öðrum verkefnum innan Þjóðleikhússins. Meðal annarra sem koma fram í sýningunni eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem fer með hlutverk Soffíu frænku, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson.
Leikhús Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira