„Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 10:45 Páll Óskar Hjálmtýsson mælir með því að fólk komi út úr skápnum. Vísir/Vilhelm Einn ástsælasti söngvari og tónlistarmaður þjóðarinnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, segist farinn að líta á hina árlegu Gleðigöngu, sem fer einmitt fram í dag, sem „sáttmála við íslensku þjóðina.“ „Vegna þess að fordómar verða alltaf til. Það er alltaf eitthvað fólk sem finnur okkur allt til foráttu. Jafnvel fólk sem stofnar stjórnmálaflokka og kemst jafnvel til valda. Þess vegna er svo auðvelt að svara spurningunni um af hverju við þurfum berjast,“ segir Páll Óskar. Hann hefur tekið þátt í Gleðigöngunni allt frá upphafi. Rætt var við Pál Óskar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar sagði hann hinsegin fólk stöðugt þurfa að vera á vakt og berjast á meðan til sé fólk sem vill setja sig upp á móti baráttu þeirra og tilverurétti. „Ein manneskja í valdastöðu, með einu pennastriki, getur strokað út allt sem hefur áunnist í baráttunni undanfarin 30 ár,“ segir Páll Óskar.Berst fyrir þá sem eru enn inni í skápnum Páll Óskar segir að þrátt fyrir sterka stöðu hinsegin fólks á Íslandi í lagalegum skilningi, þá skipti meira máli að fólk virði þau lög sem sett eru, og fólkið sem þau eiga við. „Ég lifi mjög góðu lífi á Íslandi. Ég fékk alla þá hvatningu og allan þann meðbyr, allt það sem ég þurfti þegar ég var yngri. Auðvitað fékk ég minn skammt af allskonar fúkyrðaflaumi og ógeði frá allskonar fólki - ég fæ það jafnvel enn þann dag í dag á samfélagsmiðlum. En það sem ég hef gengið í gegnum er léttvægt miðað við það sem annað fólk hefur gengið í gegnum sem ég þekki persónulega,“ segir Páll Óskar.Páll Óskar settist niður með Kjartani og ræddi Gleðigönguna, réttindabaráttu samkynhneigðra og fleira.Stöð 2Hann segist taka þátt í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks vegna fólks hér á landi sem er enn þá í skápnum og kvelst vegna efasemda um sjálft sig, vegna þeirra hugmynda um hinsegin fólk sem það hefur alist upp við. „Fólk sem elst upp við mikla dómhörku og stöðuga hommabrandara vinstri og hægri. Veistu, ef þú ert alinn upp við dómhörku frá blautu barnsbeini, þá skil ég bara mætavel að þú kjósir að vera í skápnum, og að það sé mjög, mjög erfitt fyrir þig að koma út. En ég er bara hér á þessum risatrukkum, að vinka skápa-keisunum.“Mælir með því að koma út Páll Óskar segist ekki geta mælt með öðru en að koma út úr skápnum. „Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu í gegn um lífið. Ef þið farið að gera það, þá hindrið þið ykkar eigið potential í lífinu. Þá fer öll orkan í það að vera í skápnum, með tilheyrandi andlegum kvölum.“ Páll Óskar mun að vanda leggja mikið upp úr vagninum sem hann verður á í sjálfri Gleðigöngunni. Í ár mun hann skemmta gestum á risastóru fiðrildi sem hann hannaði, ásamt öðrum. „Fiðrildið er mjög flott og táknrænt, fallegt tákn, frá náttúrunnar hendi. Þetta fiðrildi er sem sagt uppi á trukknum hjá mér og það er að koma út úr púpunni. Málið er að þegar þú kemur út, alveg sama hvað þú kemur út sem, það skiptir litlu máli í þessu samhengi, en þegar þú kemur út, þá eru ekki alveg niðri á jörðinni. Léttirinn sem fylgir því að koma út, er svo gígantískur.“ Páll Óskar ræddi Gleðigönguna og fleira við Kjartan Atla í þætti gærkvöldsins sem sjá má hér að neðan. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Einn ástsælasti söngvari og tónlistarmaður þjóðarinnar, Páll Óskar Hjálmtýsson, segist farinn að líta á hina árlegu Gleðigöngu, sem fer einmitt fram í dag, sem „sáttmála við íslensku þjóðina.“ „Vegna þess að fordómar verða alltaf til. Það er alltaf eitthvað fólk sem finnur okkur allt til foráttu. Jafnvel fólk sem stofnar stjórnmálaflokka og kemst jafnvel til valda. Þess vegna er svo auðvelt að svara spurningunni um af hverju við þurfum berjast,“ segir Páll Óskar. Hann hefur tekið þátt í Gleðigöngunni allt frá upphafi. Rætt var við Pál Óskar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Þar sagði hann hinsegin fólk stöðugt þurfa að vera á vakt og berjast á meðan til sé fólk sem vill setja sig upp á móti baráttu þeirra og tilverurétti. „Ein manneskja í valdastöðu, með einu pennastriki, getur strokað út allt sem hefur áunnist í baráttunni undanfarin 30 ár,“ segir Páll Óskar.Berst fyrir þá sem eru enn inni í skápnum Páll Óskar segir að þrátt fyrir sterka stöðu hinsegin fólks á Íslandi í lagalegum skilningi, þá skipti meira máli að fólk virði þau lög sem sett eru, og fólkið sem þau eiga við. „Ég lifi mjög góðu lífi á Íslandi. Ég fékk alla þá hvatningu og allan þann meðbyr, allt það sem ég þurfti þegar ég var yngri. Auðvitað fékk ég minn skammt af allskonar fúkyrðaflaumi og ógeði frá allskonar fólki - ég fæ það jafnvel enn þann dag í dag á samfélagsmiðlum. En það sem ég hef gengið í gegnum er léttvægt miðað við það sem annað fólk hefur gengið í gegnum sem ég þekki persónulega,“ segir Páll Óskar.Páll Óskar settist niður með Kjartani og ræddi Gleðigönguna, réttindabaráttu samkynhneigðra og fleira.Stöð 2Hann segist taka þátt í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks vegna fólks hér á landi sem er enn þá í skápnum og kvelst vegna efasemda um sjálft sig, vegna þeirra hugmynda um hinsegin fólk sem það hefur alist upp við. „Fólk sem elst upp við mikla dómhörku og stöðuga hommabrandara vinstri og hægri. Veistu, ef þú ert alinn upp við dómhörku frá blautu barnsbeini, þá skil ég bara mætavel að þú kjósir að vera í skápnum, og að það sé mjög, mjög erfitt fyrir þig að koma út. En ég er bara hér á þessum risatrukkum, að vinka skápa-keisunum.“Mælir með því að koma út Páll Óskar segist ekki geta mælt með öðru en að koma út úr skápnum. „Hættið að burðast með kynhneigðina eða kynvitundina á bakinu í gegn um lífið. Ef þið farið að gera það, þá hindrið þið ykkar eigið potential í lífinu. Þá fer öll orkan í það að vera í skápnum, með tilheyrandi andlegum kvölum.“ Páll Óskar mun að vanda leggja mikið upp úr vagninum sem hann verður á í sjálfri Gleðigöngunni. Í ár mun hann skemmta gestum á risastóru fiðrildi sem hann hannaði, ásamt öðrum. „Fiðrildið er mjög flott og táknrænt, fallegt tákn, frá náttúrunnar hendi. Þetta fiðrildi er sem sagt uppi á trukknum hjá mér og það er að koma út úr púpunni. Málið er að þegar þú kemur út, alveg sama hvað þú kemur út sem, það skiptir litlu máli í þessu samhengi, en þegar þú kemur út, þá eru ekki alveg niðri á jörðinni. Léttirinn sem fylgir því að koma út, er svo gígantískur.“ Páll Óskar ræddi Gleðigönguna og fleira við Kjartan Atla í þætti gærkvöldsins sem sjá má hér að neðan.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira