Bíó og sjónvarp

Berg­mál Rúnars Rúnars­sonar vann til al­þjóð­legra kvik­mynda­verð­launa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. Myndin vann aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins en Locarno er ein virtasta kvikmyndahátíð sem haldin er á hverju ári.

Bergmál var heimsfrumsýnd síðasta sunnudag og hefur hún síðan hlotið mikið lof, bæði gagnrýnenda og áhorfenda.

Bergmál mun fara í almennar sýningar á Íslandi í nóvember.

Kvikmyndir Rúnars hafa lengi verið lofaðar og sýndar á mörgum stærstu kvikmyndahátíðum heims og hafa þær unnið til yfir 130 alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna. Síðasti Bærinn, kvikmynd Rúnars, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og var önnur íslenska myndin til að hljóta tilnefningu þar.

Hér fyrir ofan er stiklan fyrir Bergmál.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.