Bergmál, ný kvikmynd Rúnars Rúnarssonar leikstjóra, vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Locarno í Sviss. Myndin vann aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins en Locarno er ein virtasta kvikmyndahátíð sem haldin er á hverju ári.
Bergmál var heimsfrumsýnd síðasta sunnudag og hefur hún síðan hlotið mikið lof, bæði gagnrýnenda og áhorfenda.
Bergmál mun fara í almennar sýningar á Íslandi í nóvember.
Kvikmyndir Rúnars hafa lengi verið lofaðar og sýndar á mörgum stærstu kvikmyndahátíðum heims og hafa þær unnið til yfir 130 alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna. Síðasti Bærinn, kvikmynd Rúnars, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og var önnur íslenska myndin til að hljóta tilnefningu þar.
Hér fyrir ofan er stiklan fyrir Bergmál.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar vann til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna
Tengdar fréttir

Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno
Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla.

Sjáðu fyrstu stikluna úr Bergmáli Rúnars Rúnarssonar
Búið er að birta fyrstu stikluna úr Bergmáli, nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar.