Kjörís gaf gestum sínum þrjú tonn af ís í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2019 20:15 Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn. Hveragerði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn.
Hveragerði Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira